Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 11
133 UNGA ÍSLAND ----------------------- epli prestsins af trjánum. Þá tók Mow- gli líkneskið, bar það heim til prestsins og bað prestinn að gera nú guðinn einu sinni vondan, svo að hann gæti svalað reiði sinni í virkilegum áflogum. Það varð auðvitað óskaplegt uppþot, en prestinum tókst að þagga það niður, og maður Messua varð að gjalda drjúga upphæð í silfri til að sefa hið móðgaða guðalíkneski. Mowgli hafði ekki minnstu hugmynd um það geysidjúp, sem stéttaskipunin veldur manna á milli. Þegar asni leir- kerjasmiðsins rann niður í leirgryfj- una, dró Mowgli hann upp á taglinu og hjálpaði til að raða kerjunum á vagninn, er aka skyldi þeim til mark- aðsins. Þetta var hræðilegt, því að leir- kerjasmiðurinn var lægst metinn allra en asninn hans þó hálfu verri. Þegar presturinn ávítaði Mowgli fyrir þetta, ógnaði Mowgli honum með árás, og það jafnvel á sjálfum asnanum. Prestinum var þá nóg boðið og sagði við Mesua og mann hennar, að nauðsynlegt væri að fá Mowgli sem fyrst einhvern nýti- legan starfa að inna af hendi. Aldur- forseti þorpsins ákvað þá, að Mowgli skyldi gæta búpeningsins úti á slétt- unni. Enginn gladdist þessari ákvörðun meir en Mowgli sjálfur. Og þar sem nú búið var að útnefna hann sem heiðar- legan starfsmann í þorpinu, þá fór hann á kvöldin að stóra fíkjutrénu, þar sem allir helztu menn þorpsins héldu ráðstefnu á hverju kvöldi um sólarlags- bil. Það var hreppsnefndin, sem þarna kom saman og fékk sér í pípu: aldurs- forsetinn, oddvitinn, rakarinn, versti blaðrari, sem kunni allar Gróusögur, sem gengu í þorpinu og veiðihetja borpsins, gamli Búldeo, með gömlu byssuna sína fornfálegu. Aparnir sátu í efstu greinum trésins og skræktu hver upp í annan. Dálítið gat var á stein- pallinum þar sem hreppsnefndin sat, og niðri í þessu gati bjó eiturslanga. Á hverju kvöldi var henni færð full mjólkurskál, vegna þess, að þorpsbúar álitu hana heilaga. Gömlu mennirnir sátu þarna undir trénu og röbbuðu saman langt fram á nótt meðan þeir tottuðu pípur sínar. Og þarna sögðu þeir hver öðrum hinar furðulegustu sögur um guði, menn og drauga. Búl- deo sagði æfintýralegar sögur um dýr- in í skógunum, svo að augun ætluðu út úr höfðinu á börnunum, sem safnast höfðu saman í kring um þá til að hlýða á. Flestar sögurnar voru um villidýrin í skóginum, sem er rétt hjá þorpinu, en hirtir og villisvín sýndu sig sjaldan svo nærri mönnum, og við og við átti tígrisdýr að hafa komið og stolið manni eða barni í rökkrinu og horfið með bráð sína inn í skógarþykknið. Mowgli, sem auðvitað kunni allra manna best deili á umræðuefninu, huldi andlitið í höndum sér til að leyna kímni sinni, en gamli Búldeo, með ennþá eldri byssu sína liggjandi á hnjákollunum, hélt áfram með hverja skógarsöguna á fætur annarri, þar til Mowgli bókstaf- lega skalf af hlátri. Búldeo sagði frá því, að tígrisdýrið, sem stolið hafði syni Messua, væri draugatígrisdýr, og að sál gamals bragðarefs, sem dáið hefði fyrir nokkr- um árum, hefði tekið sér bústað í dýr- inu. „Og ég veit að þetta er satt“, hélt hann áfram, „því að Purun Dass var alltaf haltur eftir höggið, sem hann fékk í áflogunum við þorpsbúana út af peningábrögðum, en tígrisdýrið, sem ég er að segja ykkur frá, haltrar, því að sporin eftir þófa þess eru ekki öll jafn djúp“.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.