Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 13
UNGA ISLAND 135 „Jú, mér hefir verið fenginn þessi starfi um stund, að gæta hjarðarinnar. Hvað segir þú mér í fréttum af Shera Khan?“ „Hann er kominn hingað aftur og er lengi búinn að bíða þín. Nú er hann aftur farinn, því að hér er lítil veiði. En hann ætlar sér að drepa þig“. „Ágætt“, sagði Mowgli. „Vilt þú, eða einhver ykkar bræðranna fjögurra sitja þarna á klettabrúninni á morgn- ana þegar ég kem út á sléttuna, meðan Shera Khan er ekki hingað kominn aftur. Og þegar hann er kominn hing- að aftur, þá bíddu mín í gjótunni hjá tekktrénu á miðri sléttunni. Það er ástæðulaust að lenda beint í klær hans“. Mowglí lagðist í skugga og sofnaði meðan að nautin voru á beit í kring um hann. Það er eitt hið áhyggjuminsta starf í veröldinni að gæta búpenings í Indlandi. Kýrnar bíta stundarkorn, leggjast svo niður og jótra, bíta svo aftur, og svona gengur það koll af kolli allan daginn, án þess að frá þeim heyrist eitt einasta baul. Nautin vaða út í síkin og tjarnirnar þar til aðeins augun og granirnar eru upp úr vatn- inu, og þarna liggja þau eins og dauðir trjástofnar. Tíbráin titrar yfir kletta- brúnunum, en lengst uppi í loftinu heyrist væl í gamminum — aðeins ein- um í senn — þar sem hann sést eins og lítill, svartur depill. Drengirnir vita vel, að ef þeir sjálfir eða eitthvert dýrið í hjörðinni þeirra deyr, skutlar gammurinn sér til jarðar. Annar gannnur, sem ef til vill er mílur vegar í burtu, mun sjá til félaga síns og elta hann, og þanig koll af kolli þar til fjöldi hungraðra ránfugla kemur svíf- andi ofan úr himinblámanum nærri því áður en skepnan er dauð. Drengirnir vaka, sofa og vaka, riða litlar körfur úr stráum, gera perlufesti úr rauðum og svörum skógarhnetum, leika sér að því að elta flugur og fiðr- ildi í sólskininu eða horfa á slöngurn- ar veiða froska í tjörnunum. Þeir syngja söngva sína, sem allir enda á hinum einkennilegu jóðlsveiflum ind- verskra laga. Og þeim finnst dagurinn svo óendanlega lengi að líða. Stundum búa þeir til úr leirnum stórar hallir, menn, hesta, kýr og naut. Svo stinga þeir strái í hendi einhvers leirkarlsins, og þá er hann annað hvort herkonung- ur eða guð, sem tilbiðja á. En loksins kemur kvöldið. Þá kalla drengirnir á hjörðina, og nautin skríða upp úr böð- um sínum með braki og brestum, þegar leirleðjan rifnar utan af þeim. Og svo er haldið heim í þorpið yfir sléttuna í langri röð. Dag eftir dag rak Mowgli hjörðina á beit og alltaf sá hann Grábróðir á klettabrúninni, en þá vissi hann að Shera Khan var enn ekki kominn til baka. Dag eftir dag lá hann í grasinu og hlustaði á öll hin furðulegu hljóð í kring um sig, meðan hann dreymdi um horfnar stundir í skóginum. Ef Shera Khan hefði verið á ferð meðfram Wain- gungánni og misstigið sig aðeins einu sinni, þá hefði Mowgli þegar í stað heyrt það í hinni löngu og djúpu morg- unkyrð. Loksins kom dagurinn þegar hann sá ekki Grábróður á klettabrúninni lengur. Þá brosti hann og rak nautin í áttina til tekktrésins, og í giótunni, sem öll var þakin rauðum blómum, sat Grábróðir og hárin á baki hans risu eins og burstir. „Hann hefir leynst í heilan mánuð, til þess að reyna að gera þig óvarkáran. í nótt kom hann þvert

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.