Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.11.1939, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND ekki kálfana. Það hefði verið ómögu- legt fyrir sex menn að skifta hjörð- inni svo öruggt og fljótt. Þetta er nærri skemmtilegra en að vera á antilópuveiðum. Gat þér nokkurn tíma dottið í hug að þessi dýr gætu far- ið með slíkum hraða?“ hrópaði Mowglí. „Hverju skipar þú fyrir“, spurði Akela lafmóður. „Dýrin reyna að kom- ast í einn flokk aftur“. Mowglí stökk upp á bakið á Rama. „Rektu nautin til vinstri, Akela. Grá- bróðir, þegar við erum komnir á leið, verður þú að halda kúnum saman og reka þær niður að neðra mynni gjár- innar“. „Hversu langt inn í gjána á ég að reka þær?“ spurði Grábróðir, um leið og hann gjammaði og gleypti loftið. „Þangað til að gjáveggirnir eru orðnir svo háir, að Shera Khan getur ekki stokkið upp á gjábarminn“, hróp- aði Mowglí. „Þar skaltu reyna að halda þeim þar til við komum niður gjána“. Nautin þutu á stað, þegar Akela byrj- aði að gelta, en Grábróðir gætti kúnna. Þær réðust á hann og hann hljóp jafnt og þétt á undar. þeim niður að gjánni, meðan Akela rak nautin í gagnstæða átt. „Laglega af sér vikið, áfram einu sinni enn, Akela, svo þeir komist reglu- lega á góða ferð. Rólega nú, rólega, Akela, ef þú bítur of mikið, snúa naut- in við og ráðast á þig. Halló, halló, „Ég hefi — ég hefi í gamla daga verið á bufflaveiðum“, gellti Akela inni í miðju rikskýinu. „Á ég að láta þá beygja inn í skóginn?“ ,,Hæ, beygðu, flýttu þér að láta þá beygja. Rama er orðinn alveg vitlaus &f reiði. Ó, bara að ég gæti sagt honum hve mikils ég vænti af vonsku hans í dag“. __________________________________ 137 Nú var stefnu nautanna beygt til hægri inn á hinn raka skógarsvörð. Hjarðsveinarnir, sem gæta áttu mjólk- urkúnna spölkorn í burtu, þutu allt hvað af tók heim til þorpsins. Þar hrópuðu þeir í dauðans ángist, að buffl- arnir væru orðnir sjóðvitlausir og hlypu leiðar sinnar. En áætlun Mowglís var ákaflega ljós. Hann ætlaði að reka nautin upp að efra mynni gjárinnar og þaðan að gera á- rásina á Shera Khan niður eftir gjánni og kreppa að honum á milli nautanna og kúnna, því að hann vissi, að halt tígrisdýrið gat hvorki barist né stokk- ið upp á gjábarmana eftir að vera bú- ið að kýla vömb sína, drekka og sofa. Hann reyndi nú að sefa nautin, sem hann gat, en Akela var orðinn langt á eftir, og rak öðru hvoru upp eitt og eitt bofs til að stjaka svolítið við löt- ustu dýrunum. Þeir fóru í stóran sveig, því að ekki vildu þeir koma svo ná- lægt gjánni, að Shera Khan vaknaði. Loksins ráku þeir hjörðina saman á lítilli grasflöt í brekku skammt fyrir ofan gjármynnið. Þaðan gat að líta yfirtrjátoppana og langt út yfir slétt- una, en Mowglí hafði meiri áhuga fyr- ir því að athuga gjáarveggina, sem hann, sér til mikillar gleði, sá að voru alveg lóðréttir, og að greinar þær og rætur, sem slúttu út yfir brúnirnar, gátu ekki verið nein fótfesta fyrir tígrisdýr, sem reyna myndi að stökkva upp á barminn. „Lofum þeim að kasta mæðinni, Akela“, sagði hann og rétti upp hend- ina. „Ennþá hafa þeir ekki fundið lykt- ina af honum. Leyfum þeim að blása svolítið. Ég verð að segja Shera Khan hver það er, sem kemur. Nú er hann í gildrunni". Framhald.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.