Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 5
r UH6fl XXXIV. ÁRG. 10. HEFTI DESEMBER 1939 I5LFÍNQ IÖLAK¥EÐ|A Bráðum koma jólin. — Ennþá einu sinni eigum við í vændum að hrífast með tónum jólasöngvanna, sjá jóla- ljósin og njóta jólagleðinnar. Þau eru stundum nefnd hátíð ljóssins, hátíð gleðinnar og hátíð friðarins, og öll þessi nöfn sýna, að mennirnir vilja tengja við þau, og hugmyndir sínar um þau, eitthvað af því allra besta, sem þeir þekkja. Ljós, gleði og friður, eru gæði sem allir þrá, þó misjafnlega gangi að öðlast þau og njóta þeirra. Þessi þrá er ríkari hjá flestum á jól- unum en nokkurntíma arinars, og hart er það hjarta og kalt, og sú sál fátæk, sem aldrei getur fundið til jólagleðinn- ar og jólafriðarins. Við jólin er tengd gömul sögn, sem þó er alltaf ný á hverjum jólum. Það er sagan um fæðingu Jesú Krists, sveinsins fátæka, sem reifaður var og lagður í jötu, af því að hvergi var hús- rúm fyrir hann í bústöðum mannanna í borginni, þar sem hann fæddist, og það er sagan um englana, sem birtust fjárhirðunum utan við borgina, þar sem þeir vöktu yfir hjörð sinni og sögðu þeim, að frelsarinn væri fædd- ur. Til minningar um þennan atburð eru jólin haldin heilög meðal kristinna rnanna. Fæðing Jesú er sú fagnaðar- uppspretta, sem fram á þennan dag hefir helgað jólin í hug og hjarta þeirra, sem á hann trúa. En jólahátíðin meðal norrænna þjóða er eldri en kristnin. Hinir heiðnu forfeður okkar héldu líka jól á sama tíma ársins, sem þau eru enn. haldin. Þá voru jólin haldin til minn- ingar um það, að daginn byrjar aftur að lengja og tími hækkandi sólar fer í hönd. Svo þegar kristnir menn fóru að halda hátíð til minningar um fæð- ingu Jesú, þá komu þeir sér saman um að halda liana á sama tíma og hin fornu jól. Vildu þeir með því sýna þá trú sína og von, að með komu hans hefði „daginn farið að lengja yfir mannkyninu“, myrkrið í sálum mann- anna hefði verið rofið og vald þess brotið á bak aftur — Ijósið hefði sigr- að og hækkandi sól, tími meiri mann-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.