Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 6
UNGA ISLAND 142 ----------------------------------- úðar og vaxandi kærleika færi í hönd. Þessa trú túlkar skáldið snilldarlega í því gullfallega prindi, sem hér fer á eftir: I dag er glatt í döprum hjörtum, því drottins ljóma jól. í niðamyrkrum nætursvörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður, og þegar ljósið dagsins dvín, oss Drottins birta kring um skín. Stundum eru jólin kölluð hátíð barn- anna, og aldrei njóta menn þeirra 1 jafn ríkurn mæli eins og meðan þeir eru börn. Minningar barnsáranna um þau eru meðal þeirra bestu, sem marg- ir eiga. Börnin fara að hlakka til þeirra löngu áður en þau koma. Þau hlakka til jólagjafanna, sem þau von- ast eftir að fá, og einnig þeirra, sem þau ætla að gefa sjálf. Þau hlakka til jólatrésins með skrauti sínu og ljósum, jólakrásanna og skemmtananna. En þó er það ef til vill ekki þetta, sem þau hlakka mest til og muna best eftir, þegar jólin eru liðin. Það fer ekki fram hjá þeim að á jólunum vilja allir vera góðir og gleðja hverjir aðra. Þá verður samhyggðin með þeim, sem bágt eiga, dýpri og innilegri og alúð manna hver við annan meiri en venju- lega. Ef til vill er það einmitt þetta, sem gerir jólin hátíðlegust í augum þeirra og einna minnisstæðust. Þau finna það líka, að það er eins og full- orðna fólkið skilji þau betur á jólun- um en aðra tíma og láta sér annara um þau. Allt þetta leggst á eitt til að skapa hátíð, hátíð, sem er dásamlegri en allar aðrar. S. H. JOLANOTT Eftir Óskar Þórðaírson frá Haga Yfir snjóþöktum öræfunum hvílir roflaus þögn heiðríkrar jólanætur. Him- ininn er blár og djúpur og við brúnir norðurfjallanna er tunglið að hefja sig til ferðar út í geym hinna tindrandi stjörnuljósa. Húmið glitrar á snjóbreið- unni, er hylur landið nærri allt að und- anteknum nokkrum einmanalegum og tröllvöxnum klettum og grjótholum, er snjórinn hefir ekki fest á. Hún er enda- laus og slétt, eins og lygnt úthaf og í flögri norðurljósanna er hátíðleiki og tilbreytni. Hinn eini vottur lífs, mitt í þessari frosnu auðn, er einmana fjallarefur, hvítur eins og fönnin, horaður en þef- vís og hlustandi. Jafnvel hið minnsta hljóð gæti ekki farið fram hjá eyra hans, svo næm er heyrn hans orðin í óralangri kynningu við hættur og fald- ar ógnir. í nótt kom hann þegjandi yfir heið- arnar, fet fyrir fet, lítur varlega til allra hliða og rekur trýnið við og við að köldum snjónum. I smáum, lymsku- legum augum hans brennur óganandi eldur, augljóst tákn harðra kjara. Og í nótt ráfar hann yfir auðnina í von- lausri leit að einhverju, til þess að seðja hungrið, en hann finnur ekki neitt. Sulturinn, þessi miskunnarlausi förunautur vetrarharðindanna í ríki rándýrsins, sem lifir frjálst og óháð í örmum óbyggðanna, hirtir líffærin. Og refurinn, sem fyrir skömmu naut lífs- ins í fyllsta næði, þjáist nú voðalega af völdum hans. En þótt sulturinn sé sár í nótt, þá

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.