Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 11
UNGA ÍSLAND STEFÁN JÓNSSON 147 VINIR VORSINS Framhald Hann fékk sting í hjartað, er honum varð hugsað til þess. Hann fór ofan í vasa sinn og náði í hnífinn. Hvað var svo varið í að eiga hann fyrst enginn mátti sjá hann? Ó, hann ætlaði bara að eiga hann fyrir sig sjálfan. Bara fyrir sig sjálfan. Hver gat trúað því að þessi fallegi og sakleysislegi hlut- ur, hnífurinn, væri slíkur óhappagripur sem hann hlaut þó að vera? Hann sneri honum í lófa sér og opnaði stærsta blaðið. Hann sá, að efst á blaðinu, upp undir hjöltunum voru einhverjir stafir þversum yfir blaðið. Það var auðvitað nafn hnífsins. Svona merkilegur var þessi hnífur, að hann hét sínu vissa nafni, eins og t. d. ég og þú. Hann fór að reyna að stafa sig fram úr nafn- inu, en hann gat varla fengið það til að hljóma vel. Sjáum til: Garantie Sol- ingen, það var nafnið. Hann sat þarna á þúfunni undir hin- um bláa sumarhimni, þar sem heiðlóan söng og hrossagaukurinn skárenndi sér hátt úr lofti og niður undir jörðu. Allt naut lífsins og blíðviðrisins nema að- eins hann. Hann var ungur drengur, en stórar gamalmennishrukkur sátu á enni hans, svona illa leið honum. Hann langaði helzt til að gráta. Hvað mundi pabbi hans segja yfir þessu? Hann hafði tekið hestana niður við tún og flæmt þá langa leið upp á fjall. Nú varð hann víst að fara heim án þess að ná þeim. Já, svo yrði pabbi hans að fara að eltast við þá, þegar hann vaknaði. Aítli honum hefði ekki þótt ólíkt betra, að Skúli hefði ekkert við þá átt? Ætli honum finnist ekki að hann hafi nóg að gera, þó að hann þyrfti ekki að vera að eltast við hestana, sem Skúla var ekki ofverk að passa? Ef til vill týndust þeir líka alveg. Ef til vill. Og var þetta þá- ekki honum að kenna ? Nei, ekki fannst honum það. En hann var viss um að honum myndi verða kennt um það. Fullorðna fólkið skilur aldrei litla drengi. Já, vitanlega væri þetta honum að kenna, sagði það. — Vitanlega! — Ó, hve hræðilega óham- ingjusamur hann var og einmana! — Hann kastaði sér á grúfu að þúfunni, en hann gat ekki grátið. Átti hann að biðja guð að hjálpa sér? Nei, hann gat það ekki. Hann fann svo vel að það var eitthvað komið á milli þeirra, sem varn- aði þeim að ná hvorum til annars. — Hann hafði líka beðið guð að fyrirgefa sér í gærkveldi, en hann hafði víst ekki viljað gera það. Nei, hann gat ekki grátið. Hann gat heldur ekki beðið, hann var of argur í skapi til þess. Hann stóð upp og ætlaði að róla heimleiðis. Hann hafði gengið örskamman spöl, þá losnaði eitthvað í brjósti hans og grát- urinn komst alla leið upp á yfirborðið. Heit og stór tár. En hann grét ekki lengi. Það var sem hvíslað væri að honum allt í einu, hvað hann ætti að gera. Hér á þessum stað gerði hann það heit, að hann skildi skila hnífn- um aftur, ef hann næði hestunum. Já, ef hann næði hestunum, þá var það sönnun þess, að guð fyrirgæfi honum. Jú, hann skyldi skila hnífnum. Hann sneri við og byrjaði að mjakast inn með vatninu í þá átt, sem hrossin höfðu hlaupið. Með hverju skrefi, sem hann tók, óx öryggi hans á því að hann væri að gera rétt. Brennheitt sólskinið þurk- aði burtu tár hans. En skila hnífnum?

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.