Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 13
UNGA ÍSLAND 149 um við að fara hraðara en hann. Það væri líka allt of mikið að elta hann frá degi til dags. Við gæfumst öll upp á því. — Svo höldum við áfram. Skúli Bjartmar var aðeins níu ára, hefði hann verið dálítið eldri, þá hefði hann kannske veitt ýmsu athygli, sem nú var honum hulið. Hann hefði ef til vill rekið augun í það, að þetta sumar var enginn kaupa- maður tekinn að Hamri, aðeins ein kaupakona, en hún kom eiginlega bara í staðinn fyrir Gunnsu frænku. Nú kom heldur enginn Gvendur smali. Hvers- vegna ekki? Það var um Gvend, sem hann spurði, en pabbi hans skellti tungu í góm og sagði fátt. Jú, hann fór eitthvað að tala um það, að sumir hlutir borguðu sig og sumir hlutir borguðu sig ekki. Skúli varð að láta það svar nægja, þótt hann tæpíega skildi nokkurt samhengi í þessu. Hefði hann verið eldri, hefði hann skilið það, og þá hefði hann líka tekið eftir al- vörusvipnum á kaupfélagsstjóranum á Tanganum, er hann átti tal við pabba hans. Nei, Skúli var nú bara níu ára og skildi ekki að þetta boðaði nein tíð- indi. En kannske var þetta þó fyrir- boði þess, að nú er enginn Skúli Bjart- mar lengur á Hamri. Hann er farinn þaðan burtu fyrir mörgum árum og á þar víst aldrei heima meir. Æ, það var annars alveg satt, um þetta ætlaði ég ekki að tala strax. Þetta sumar var að litlu frábrugðið öðrum sumrum, sem á undan höfðu farið, þó að færra væri að vísu fólkið á Hamri. En hún Gógó, hún gat líka komið í stað margra. Hún söng og trallaði allan guðslangan daginn. Ja, hún söng ekki endilega það sem fólkið á Hamri kunni. Nei, það gerði hún ekki. Hún söng ekki Eldgamla Isafold, f birkilaut eða Gamli Nói, en hún söng samt. Hún söng: Kátir voru karlar, Einn var að smíða, Hjálmar í blóm- skreyttri brekkunni stóð og Bjössi var um tvítugt, þetta söng hún. Skúla þótti gaman að söng hennar, Siggu þótti gaman að honum og mömmu þeirra þótti gaman að henni, ne Ólafur bóndi hristi höfuðið. En hún Gógó gat líka komið honum í gott skap, ef þess var þörf. Hún bara tók undir handlegg hans og sagði: — Liggur ósköp illa á honum núna, blessuðum? Þá gat hann ekki varist hlátri. Svona var þessi Gó- gó. Hláturinn fylgdi henni oftast hvar sem hún fór. Hún var sjálf lífsgleðin og þessvegna var gott að vera í návist hennar. Svo kenndi hún Siggu systir að púðra sig. Það mátti enginn vita. Á sunnudögum kom Bensi og þá fór unga fólkið í boltaleik á túninu, já, meira að segja hjónin gátu ekki komist undan því að vera með. Síðan leið sumarið og Gógó fór burtu. Æ, já, svona var það. Það söknuðu hennar allir og Skúli fór út á tún og vatnaði músum. Þetta var svo leiðinlegt. Gógó fór, en samt er hún ekki úr sögunni. Við sjáum nú til. Þegar slætti var lokið, nálgaðist réttadagurinn á ný. Nú skyldi þó verða gaman í réttunum. Skúli og Bensi höfðu farið að hlakka til réttanna á miðju sumri. En kannske er það bara heimska að. hlakka til, það fer svo margt öðruvísi en ætlað er. Það var daginn fyrir réttadaginn, pabbi hans var í leitunum, en hann lá sjálfur úti á bæjarhólnum eins og þenn- an dag í fyrra. Hann lá þarna og strauk grábröndóttri kisu um bakið, túnið var byrjað að fölna og hlíðar

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.