Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 14
150 ----------------------*----------- fjallsins að skipta um blæ. Kisa mal- aði ánægjulega, teygði úr skrokknum og trýninu og strauk sér upp að vanga hans. Þá var riðið í hlaðið. Það var Bensi. — Ég er hér með bréf til henn- ar mömmu þinnar. sagði hann og gleymdi að heilsa. Skúli sá strax að það var eitthvað að, en þegar Bensi hafði stigið af baki, horfði hann á Skúla eða þó öllu heldur fram hjá honum og sagði: ’— Hún amma er dáin, en um leið brast eitthvað í svip hans og augun fluta í tárum. Dáín! Hvílíkt voða orð! Skúli varð lostinn skelfingu, og þó vissi hann raunverulega ekki, hvað það þýddi. Hann hafði aldrei séð dáinn mann, en hann skildi, að sá sem er dáinn, er ekki lengur til. En þetta var svo ótrú- legt, að hún Hildur gamla, sem hann þekkti svo vel, að hann gat talið hrukk- urnar á enni hennar í huganum, væri dáin. Hann gat heyrt hana tala og séð hana brosa og svo var hún ekki lengur til. Kisa labbaði fram með húsveggn- um og nuddaði sér upp að honum, kýrn- ar stóðu úti við kálgarðinn og hámuðu í sig kálið, sem skorið var þar af nokkrum gulrófum í gær, hesturinn, sem Bensi var nýstiginn af baki, teygði fram vinstri framfótinn og nuggaði fótinn við hnéð innanfótar, teygði síð- an fram hálsinn og hristi sig. Það glamraði í beislinu, síðsumar sólin skein og lífið var alveg eins og að und- anförnu og þó var hún Hildur gamla dáin. — Það er nú úti mín makt, var hún vön að segja. Hve þetta er ótrú- legt. Svo stóð þá Bensi þarna með augun full af tárum og átti nú enga ömmu og enga mömmu heldur. Mikið eiga sumir bágt. Skúla langaði til að -------------- unga ísland faðma hann að sér og hugga hann, en hann hafði ekki einurð á því. Hami þurfti kannske ekki að sjá eftir Hiidi. hann Skúli, ekki beinlínis, hún haíði reyndar verið honum góð. Svo góð, að hann hefði eins getað verið henn- ar eigið barn. Kannske var það þó ekki viðeigandi, að hann táraðist yl'ir dauða hennar, en vinur hans var hryggur og átti bágt. Hugur Skúla var gljúpur og hlýr á þessu augnabliki. Það væri svo gott að geta gengið til þess, sem á bágt, rétt honum hendina og sagt: — Ég er vinur þinn, en hann Skúli kom sér ekki að því, hve mikið sem hann reyndi til þess. Mamma hans kom út og tók við bréfinu og talaði eitthvað við Bensa, hann tók ekki eítir þvú livað það var. Svo fór Bensi og Skúli hafði ekkert sagt, ekki eitt orð. Svona óartarlegur mátti Bensi trúa að hann væri. Hann stundi þungan, gekk afsíðis og fór að hugsa um Hildi gömlu sem var dáin. — Hildur var jarðsungin skömmu síð- ar og allt fólkið frá Hamri var við- statt. Það var fjölmenni við jarðar- förina, því að Hildur gamla hafði ver- ið vinsæl. Á meðal þeirra, sem við jarð- arförina voru, var pabbi Bensa, kom- inn alla leið frá Reykjavík. Hann var fínn, hét Þórður og var farinn að missa hárið. Það var komin hárlaus skella í hvirfil hans og yfir gagnaug- unum var hárið mikið farið að þynn- ast. Þarna við jarðarförina var Gunnsa frænka og Gvendur frá Grjóti. f'au höfðu ekkert fitnað yfir sumarið. Kist- unni var sökkt niður í gröfina og presturinn jós nokkrum sinnum mold ofan á kistulokið með lítilli fallegt’i skóflu, sem gaman væri að eiga. Fólk- ið söng og nokltrir menn tóku að kepp-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.