Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 24

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 24
160 UNGA ÍSLAND B ÆKU R Jón Trausti: RITSAFN Ég var ellefu ára gamall, þegar ég fyrst fór með pabba í þingaferðir um Norður-Þingeyjarsýslu. Það sem ég hlákkaði einna mest til var að ríða yfir Axarf j ai’ðarheiði, því að pabbi var bú- inn að segja mér, að heiðin væri lengsta dagleiðin í allri ferðinni, sem tók nærri hálfan mánuð, og jafnframt væri það einhver fegursta leiðin, sem við færum. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum, er á heiðina kom. En þrátt fyrir fegurð náttúrunnar var þó annað, sem vakti öllu meiri undrun mína, en það var að heimsækja bóndann í heiðarbýlinu Hraundranga, sem er á miðri heiðinni, og njóta þar góðgerða. Stund þá, sem ég dvaldi í koti þessu með föður mín- um hefi ég verið undir sama þaki og á sama gólfinu þar sem Jón Trausti, Guð- mundur Magnússon skáld ótal möi’gum árum áður hafði leikið sér að gullum sínum, leggjum og völuskríni. Ég minn- ist þess nú, þegar móðir mín las fyrir mig í barnæsku Heiðarbýlið eftir Jón Trausta, hve gaman ég hafði af þeim lestri, og þegar ég nú enn á ný gríp niður í söguna, kemst ég ekki hjá því að hvarfla huganum til Hraundranga, því að auðséð er, að skáldið sækir þang- að til æskuára sinna frásagnarefnið sumt og lýsingarnar, sem honum tekst að setja fram á þann hátt, er þeim ein- um er fært, sem er snillingur með pennann. Reynsla Jóns Ttrausta, bar- átta hans fyrir lífinu, harkan og erfið- leikarnir, sem honum tókst að yfirbuga gerir honum kleift að rita sögur sín- ar. Hann barðist ótrauður fyrir því, að komast jafnan lengra, að klífa hverja brekku, og þetta tókst skáldinu af eig- in ramleik. Það má með sanni segja, að sögur Jóns Trausta séu fyrir löngu orðnar almenningseign íslensku þjóðarinnar. Þær hafa náð vinsældum flestum öðr- um íslenzkum skáldsögum fremur og er slíkt ekki að undra, þar sem efnið sjálft er víðast hvar tekið beint úr lífi þjóð- arinnar, en frá því sagt svo óþvingað og á svo sannan hátt, að lesandinn þræðir efnið við hlið skáldsins. Þess vegna ber að fagna því að Ritsafn Jóns Trausta, með fyrirtaks formála um skáldið eftir dr. Stefán Einarsson er komið út, ein af þeim ágætu bókum innan um allan fjöldann sem ekkert er í varið. Ég vil hér með færa bóka-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.