Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 26

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 26
UNGA ÍSLAND 162 _________________________________ Böövar frá Hnífsdah Álfarnir og ferðamaðurinn Leikrit fyrir börn Gróa: Komu þá ekki hinir útilegu- mennirnir til hjálpar? Bjarni: Þeir gátu það ekki. Ferða- maðurinn hljóp á bak hesti útilegu- mannsins og hleypti undan. Þá dró sundur með þeim, því að þetta var fljótasti hesturinn. Jón: Já, en þetta er nú einsdæmi. Oftast nær, já, langoftast eru það úti- legumennirnir, sem sigra. Bjarni: Það er nú eftir því, við hverja þeir eiga. (Heyrist barið að dyrum. Mikilmennskan minnkar í Bjarna. Hann færir sig fjær dyrun,- um). Gróa: Hvað? Er barið? Jón: Það heyrist svo. Dísa: Hver getur það verið, á þess- um tíma dags. Það skyldu þó aldrei vera útilegumenn? Bjarni: (Heldur mannalegri) Nei, ætli það. Útilegumenn myndu ekki hafa fyrir því að berja að dyrum. Þeir myndu bara vaða inn og bregða vopn- um sínlm til beggja handa, líkt og Vatnsfirðingar í Sauðafellsför. (Barið aftur). Jóxjíi: Það er víst best að fara til dyra. á myndunum. En svo virðist sem myndamótin hafi ekki átt við þann pappír, sem bókin er prentuð á. — Þrátt fyrir þetta er bókin mjög eiguleg og fögnum vér því, að geta bent lesend- um blaðsins á þessa ágætu bók Kiplings. St. G. Gróa: Ó, farðu varlega! Jón: Ég verð að fara og vita hver þetta er. Það er ekki um annað að gera. Mennskur maður hlýtur það að vera, úr því að barin eru þrjú högg. (Fer og opnar. Gestur kemur inn). Gestur: Guð gefi ykkur gott kvöld. Jón: Við segjum: í sama máta. En hver er maðurinn? Gestur: Gestur heiti ég og er Jóns- son. Jón: Og hvaðan kemur maðurinn? Gestur: Hérna ofan af heiðinni. Jón: Og hvert er ferðinni heitið? Gestur: Niður í kaupstaðinn á Bjarn- areyri. En nú er ég orðinn svo þreytt- ur af að kafa snjóinn á heiðinni, að ég þarfnast hvíldar. Get ég fengið að vera hér í nótt? Jón: (Mjög dræmt) Ja, ég veit ekki, hvað segja skal. Við erum nú alveg að leggja af stað til kirkjunnar, svo að það verður mannlaus bærinn. Gestur: Það er mér sama um. Ég get sofið, þótt enginn annar sé í bænum. Ég er ekki myrkfælinn. Jón: Nei, ég vil helst ekki skilja þig eftir einan. Gestur: Hversvegna? Auðvitað þekk- ið þig mig ekkert, en tæplega fer ég nú að stela munum héðan úr bænum og bera þá burtu í nótt, þreyttur og uppgefinn eftir langa og erfiða dagleið. Gróa: Það er ekki það, maður minn. Við erum ekki þjófhræddari hér en al- mennt gerist. Bjarni: Til eru margskonar þjófar. Sumir eru bara meinlausar kræfur, en aðrir hættuleg karlmenni. Gestur: Nú, ég skil ekki nokkurn skapaðan hlut í þessu. Ef þið eruð ekki hrædd um að ég steli einhverju eða skemmi eitthvað hér í bænum í nótt,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.