Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 28

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 28
UNGA ÍSLAND 164___________________________________ ráðið. Ég fel mig þarna bak við. (Hleypur og felur sig, í dyragætt, ef dyr eru í baksýn leiksviðs, annars bak við hornhengi. Sviðið autt liokkra stund. Svo heyrist álengdar ómur af söng. Álfarnir koma inn, með álfakóng og álfadrottningu í broddi fylkingar). Álfarnir: (Ganga í hring undir hljómfalli lagsins: „Ó, fögur er vor fósturjörð", og syngja: Svo víða gnæfa ferleg fjöll, með feiknastórum björgum, en sérhvert bjarg er háreist höll, með hallarsvölum mörgum. Og vel er hulinn veggurinn, með vef úr silkiböndum. Á gólf er dregið dýraskinn og dúkar sunnan úr löndum. Við dans og leiki líður fljótt hinn langi og kaldi vetur, en alltaf, hverja nýársnótt vér njótum leiksins betur, ef förum vér úr hárri höll í hreysi mennskra lýða, og fyrst þá nótt er úti öll, skal enginn lengur bíða. Að bíða dags er bani vor, þá bliknar fegurð nætur, því dansið fim og fjörug spor, þér, fögru álfadætur. Nú hátíð e rtil heilla gjörð, að halda skemmtun megi, en einn við hurðu haldi vörð og hafi gát á degi. (Álfakóngur og álfadrottning ganga úr hringnum, standa í baksýn og horfa á). Álfakóngur: (Bendir á einn álfa- sveininn). Gæt þú dyra. Lát oss vita nokkru áður en dagur rennur. Gæt vel skyldu þinnar, því að líf vort liggur við. (Álfasveinninn fer á vörðinn). Álfarnir syngja og dansa: „Máninn hátt á himnum skín“. Síðan syngja þeir fleiri víkivaka og dansa. Má það fara eftir vild og aðstæðum. Ekki er heídur nauðsynlegt að nota kerfisbundna víki- vaka, enda þótt það sé skemmtilegast og eigi þarna best við. En hvort sem gengið er, dansað eða hoppað, verður að syngja með. Er þá að öðru jöfnu heppilegast að nota hin einföldu og al- gengu álfakvæði, sem flestir kunna. Álfakóngur: Vörður! Hvað líður nóttinni ? Vöröur: Nótt er enn. (Nú er dansaður einn dans). Álfakóngur: Vörður! Hvort er kom- inn dagur? Vörður: Nei, herra. Enn er stund til dags. (Dansaðir enn tveir dansar). Álfakóngur: Vörður! Er dagur í nánd ? Vörður: Er í nánd, enn er þó nótt. (Álfarnir byrja á nýjum dansi). Gestur: (Hleypur fram úr fylgsni sínu, lemur saman spýtum eða ein- hverju, sem gerir hávaða. Kallar) Víst er kominn dagur! Dagur! Dagur! — Hábjartur dagur! (Gerir aftur hávaða. Álfarnir ryðjast út, hver um annan þveran. Kóngur og drottning hafa þó áður smeygt sér út um dyrnar. Álfa- meyjarnar missa nokkuð af silkiklútum sínum, slæðum, hringum og öðrum ger- semum. Liggur það nú á víð og dreif um gólfið. Álfarnir. (Ósýnilegir) Flýjum! Flýj- um! (Þögn). Gestur: (Tekur upp eina slæðuna og horfir á hana um stund. Leggur hana

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.