Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 30

Unga Ísland - 01.12.1939, Blaðsíða 30
UNGA ÍSLAND 166 _______________________________ HNITNI Óli og Sigga voru gangandi á ferð uppi í sveit. Er þau fóru fram hjá einum sveitabænum, kom stór, loðinn hundur í veg fyrir þau og gelti ofsa- lega. Siggu varð ekki um sel og tók til að skamma hundinn í ákafa, en hann gelti því meir. Óli, sem þóttist töluvert veraldarvanur, sagði þá all- borginmannlega: — Hvað er þetta, telpa? Blessuð láttu hundinn eiga sig, þú veist þó lík- lega, að hann getur ekki bitið þig á meðan hann geltir. Sigga: — Já, ég veit það, en ég er ekki viss um að hundurinn viti það. Bjössi litli hafði fengið að fara í sparifötin í tilefni þess, að það var afmæli systur hans. Að skammri stundu liðinni kom hann inn allur for- ugur og blautur. Mamma hans fékkst ekki mikið um það, færði hann í þurra sokka og hreinsaði af honum mestu ^óhreinindin. En er hann fór út á nýj- an leik, áminnti hún hann á þessa leið: Gættu nú að fötunum þínum, Bjössi minn. Ég er hrædd um að þau endist þér ekki lengi, ef þetta fer oft svona. Þú færð engin önnur föt þetta árið. Ég hélt ííka að þú vildir alltaf vera fínn, sérstaklega þegar systir þín á afmæli. — Hún á nú líklega ekki afmæli oftar þetta árið, svaraði Bjössi, um leið og hann skaust fram úr dyrunum. Öðru sinni hafði hann eitthvað ó- hlíðnast mömmu sinni og hún atyrti hann fyrir. Varð honum þá svo mikið um, að hann henti sér upp í rúm, velti sér þar á allar hliðar og öskraði UNGA ÍSLAND Eign RauiSa Kross íslands. Kemur út í 16 slöu heftum, 10 sinnura á árí. 10. heftiS er vandaS jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skólabarna. VerS blaSsins er kr. 3,00 árgangurinn. Gjalddagi blaSsins er 1. apríl. Ritstjórn annast: Amgrímur Kristjámson og Jakob Hafstein. AfgreiSslu og innheimtu blaSsins annast skrifstofa RauSa Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 27 og 28 (MjólkurfélagshúsiS). — Skrifstofutlmi kl. 1—4. Póstbox 927. PrentaS I ísafoldarprentsmiSju. af öllum kröftum lífs og sálar. Hún lét hann eiga sig. Leið nú talsverð stund, og þögnuðu þá mestu óhljóðin. — Jæja, Bjössi minn, sagði mamma hans, rístu nú upp, fyrst þú ert hætt- ur að gráta. — Ég er ekki hættur, kjökraði Bjössi, ég er bara að hvíla mig. Hvað heitir hesturinn minn? Hann heitir það, sem fylgir bæði þér og mér, öllum mönnum, dýrum og hlut- um á jörðunni. Hvað er það? Skoti nokkur kom til London og fór fram hjá listasafninu. Hann rak augun í spjald fyrir ofan og á því stóð: „Að- gangur ókeypis“. Skotinn vatt sér strax að dyrunum og vildi nota sér þetta kostaboð. Þegar í anddyrið kom, var Skotinn beðinn að skilja eftir regnhlíf- ina sína hjá umsjónamanninum. „Nei, nei“, sagði hann ákafur, gekk út og tautaði fyrir munni sér: „Ég vissi að svik voru í tafli“.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.