Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 24

Unga Ísland - 01.01.1941, Blaðsíða 24
hafði öðrum hnöppum að hneppa og stökk fram úr bæli sínu og út í nátt- myrkrið. Kapphlaupið var byrjað. Á sama tíma og þetta gerðist, lá Óli ostagerðarmaður og bylti sér á hálm- fletinu í kofanum sínum. Hann hafði farið snemma að hátta þetta kvöld, eft- ir að hafa gefið kúnum, geitunum og þó sérstaklega svarta hananum sínum. Óli bjóst við að sofna strax, en svefn- inn vildi ekki koma til hans í þetta sinn og þess vegna lá Óli nú og bylti sér. Klukkutími leið eftir klukkutíma. Óli leit út um gluggann. Stjörnur himins- ins voru teknar að fölna og máninn var horfinn. Nóttin var á förum. Óli kraup á kné á köldu steingólfinu sínu og bað til guðs, að svarti haninn færi að gala. Dagsljósið varð skýrara og skýrara í hinum litla glugga. Og brátt sá Óli að allar stjörnurnar voru horfnar. — Morgunroðinn færðist upp á himinninn og allt í einu kysstu sólargeislarnir kof- ann hans Óla. Dagurinn var kominn. Þá fyrst opnaði svarti, feiti haninn hans Óla augun og gól letilega . Við það hljóð þaut Óli út úr kofanum sínum — út í sólskin hins nýja dags — fyrsta dags júní-mánaðar. Óli hentist í gegnum greniskóginn, er umkringdi kofann hans, og áfram upp yfir grösug háfjallaengin blá af maríu- stökkum og gul af sóleyjum. Sólin skein skært og blítt á bláum himni. Áfram, áfram. Hann þaut meðfram tæru fjalla- vatninu, þar sem mörg dýr voru að svala þorsta sínum, en Óli mátti því enga athygli veita. Ekki í þetta sinn. — Hann næstum flaug yfir jörðina. Á hverri mínútu bjóst hann við að sjá Felix bera við himin á næstu fjalla- brún. En nei, ekki var það. Ekki ennþá. Hver taug í líkama Óla var stríðþanin til hins ítrasta og hann hljóp áfram án afláts, óþreytandi, vonglaður og þó — þó milli vonar og ótta. Yfir engi, upp hæðir, niður hæðir, upp hæðir aft- ur og niður á ný. Þannig hljóp Óli stöð- ugt í áttina til Uri. En allt í einu — já allt of fljótt kom hann auga á einhwrn dökkan díl á hreyfingu þarna uppi í fjöllunum. Hann var í engum vafa: Þetta var Felix. Og það var Felix. Felix, sem farið hafði af stað löngu fyrir dögun. Og nú var hann kominn hingað. Kominn hing- að alla leið yfir Grænu Alpana og meira en það. Hið góða og frjósama land var þar með tapað Glarus að fullu og öllu. Hlaupararnir nálguðust nú óðfluga, og að síðustu mættust þeir hjá kletti einum. Sigurgleðin ljómaði á andliti Felixar og hann kallaði háðslega. — Halló, Óli, þú mikli fjallgöngu- garpur! Komdu nú sæll! Hvað hefirðu annars verið að gera allan þennan tíma. Óli ostagerðarmaður? Varstu að mjólka beljurnar þínar eða gefa pútunum? — Nei, þú hefir náttúrlega verið að búa til osta!! Óli svaraði þessu engu. Hann var að hugsa um þjóð sína og um það, hverju hann hafði tapað. Hann hafði tapað miklu. — Jæja, Óli, sagði Felix, þér hefði verið nær að gefa þig ekki fram til þessa, en hugsa bara um ostana þína, eins og hingað til. Nú munu jafnvel börnin fyrirlíta þig og kasta steinum aö þér. Óli hafði setzt á stein og það var myrkur hryggðarskuggi yfir svip hans, er hann sagði dapurlega: — Svarti haninn' minn galaði ekki fyrr en þetta. Sólin var komin upp. UNGA ÍSLAND 18

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.