Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 3
UHBfl Í5LRHD XXXVI. ÁRG. 2. HEFTI MARZ 1941 Islenzk nútíma ljóðskáld XI. Guðmundur Daníelsson. ÁriS 1933 kom út lítil Ijóðabók, er hét ,,Ég heilsa þér“. Það er ekki hægt að segja, að útkoma þeirrar litlu bókar yrði yil þess að vekja neira ^lmenna athygli á höf. hennar, er hét Guðm. Daníelsson og var nemandi í Éennaraskólanum — ungur, óþekktur ftiaður. Þó varð ekki um hitt villzt, að Ijóðin voru snotur og áttu, að ttiinnsta kosti sum, í sér þann neista, ei’ gefur ljóði líf. Hitt varð auðvitað ekki af kvæðum þessum ráðið, hvort hér var nýtt stórskáld að heilsa eða hvort erindi þessa höfundar yrði meira ei1 ávarpið eitt Árin hafa liðið og nú er komið 1941. Um ljóðskáldið Guð- round Daníelsson hefir verið fremur hljótt, en hinsvegar hefir nafni þess rutt sér allmyndarlega braut á sviði skáldsagnagerðar, og er orðinn sá af hinum yngstu skáldsagnahöf. þjóðar- innar, er einna mestar vonir eru iengdar við á því sviði. Sem sagt, hann hefir vakið á sér þjóðarathygli meðan ijóðskáldið Guðm. Daníelsson hvarf svo í gleymzku, að það eru sennilega iáir þeirra, er lesið hafa skáldsögur ungaÍSLAND Guðm., sem vita að þetta er einn og sami maður. Yita með öðrum orðum nokkuð til þess,. að Guðm. Daníelsson rithöf. hafi nokkru sinni fengizt við ljóðagerð og gefið út ljóðabók. Svona er þetta nú samt. Og þó að Guðm. hafi lagt ljóða- gerðina til hliðar, er langt frá því; að hann hafi lagt hana á hilluna. Síðan íjjóðabókin: Ég heilsa þér, kom út, hefir hann við og við birt eftir sig kvæði í blöðum og tímaritum, er öll bera vott um aukinn þroska höfundar einnig á því sviði. Guðmundur Daníelsson er fæddur að Guttormshaga í Holtum í Rangár- vallasýslu, 4. dag októbermánaðar árið 1910. Móðir hans heitir Guðrún S. Guðmundsdóttir, ættuð úr Hvol- hreppi, en faðir hans hét Daníel Dan- 33

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.