Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 4
íelsson frá Kaldárholti, hann er nu látinn, en var bóndi í Guttormshaga. Guðmundur vann í æsku öll venju- leg sveitastörf svo sem títt er um sveita unglinga, en var einnig sjó- maður í Grindavík og Eyjum um vetrarvertíðir, sem einnig er alsiða af ungum sveitapiltum á Suðurlandi. Nám stundaði Guðmundur í Laugar- vatnsskóla í tvo vetur, fór síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1934. Hann er nú skólastjóri við barnaskólann á Suðureyri við Súg- andafjörð. Eftir Guðm. Daníelsson hafa kom- ið út eftirtaldar bækur: „Ég heilsa þér" (ljóð) 1933. „Bræðurnir í Grashaga (skáldsaga) 1935. „Ilmur daganna" (skálds.) 1936. „Gegnum lystigarðinn" (skáldsaga 1938, „Á bökkum Bolafljóts" 2. bindi (skáldsaga) 1940. Þá er í prentun eftir hann skáldsagan „Eldur", og mun hún koma út á þessu ári. VETUR Hefir þú, vetur, svölum fönnura fyllt fallegar lautir, þar sem spóinn söng um sumarkvöldin rósalit og löng og loftið var svo undra blátt og gyllt? Þá átti nóttin engar stjörnur til og ekkert húm né norðurljósaglit, en húu var hlý af ást og ljós að lit, ljóðræn og blíð sem fjarlægt gítarspil. Hefir þú, vetur, svæft hvern sumaróð í sortanum mikla lengst í norðurátt? Því ertu aS hlæja — hlæja svona dátt, heilagi vetur, þú, sem yrkir ljóöí Eg las þau einn morgun meðan enn var kalt, •— einn morgun, er hrímitS þakti glug-gann minn. Þeir drógu þar rósir, guö og gaddurinn, með gegnsæjum fingrum. — Svo var ljóð þitt allt. . Mjallföli vetur, myrk er nóttin þín, en mennirnir kveikja — kveikja þögul Ijós og láta sig dreyma sumarauða rós, meðan rokið þitt blæs og týran þeirra skín. Kafald þitt hylur kofann út með sjó. Kveddu þín svefnljóð yfir hemii jörð, sem fer um geiminn köld og klakahörð í kápu, sem er úr himinföllnum snjó. Gu&m. Daníelsson. P. Bangsgaard: íbúar heiðarinnar Refahjónin ráfuðu allan daginn um skóginn. Um kvöldið, þegar dimmt var orðið, læddust þau heim að húsum og bæjum. Þefurinn af alls- konar lifandi skepnumfreistaðiþeirra, en alltaf varð eitthvað fyrir þeim, sem gerði þau hrædd og rak þau á Þýtt hefir Sigurður Helgason flótta, og árangurinn af öllu þessu rjátli varð enginn, en þau urðu allt- af svengri og svengri. — Tunglið kom upp og varpaði fölum bjarma yfir alhvíta jörðina. Og allt í einu fundu þau þef í loftinu, sem enn þá einu sinni vakti vonir þeirra um góða mál- 34 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.