Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 5
tíð. Þau sleiktu út um og þutu af stað. Stór sveitabær kom í ljós framund- an á hvítri snæbreiðunni. Hann sást langt að, skýrt afmarkaður, en hvorki tré eða nokkur mishæð skyggði á hann, úr hvaða átt, sem komið var. Það var ómögulegt að læðast heim undir bæinn án þess að eiga á hættu að sjást frá honum. Þau ráfuðu nú umhverfis bæinn, fóru kring um hann í stórum hring- um og rannsökuðu umhverfið. Þau þefuðu og snuðruðu og þrátt fyrir sultinn urðu þau ásátt um, að ekki væri allt með felldu á þessum bæ, og eitthvað væri þetta æti líka tortryggi- legt, se'm þau fundu þefinn af. En nú vissu þau, að það var dauður grís, sem lá ofurlítinn spöl frá útihúsunum. Þau fóru því burtu frá bænum og hlupu heim í grenið. Þar köstuðu þau sér niður í bælið, en hungurkvalirnar ráku þau brátt á fætur aftur og dauði grísinn hvarf ekki úr hug þeirra. Um kvöldið stóðust þau ekki mátið lengur, fóru út úr greninu og þutu heim undir bæinn eins og þau ættu lífið að leysa, en sneru frá aftur eins og kvöldið áður. Síðari hluta nætur- innar komu þau aftur og hlupu marga hringi umhverfis bæinn, en tortryggnin varð sultinum yfirsterk- ari og rak þau enn einu sinni á flótta. Sulturinn þjáði þau meir og meir' og varð ægilegri með hverju dægrinu sem leið. Munaði ekki miklu, að hann gerði þau æðisgengin þá og þegar. Um kvöldið komu þau enn á sömu slóðir og störðu' heim að bænum. Augu þeirra lágu djúpt inni í augnatóftun- um, vot og hungurgljáandi. Þau hrukku við, við hvaða hljóð, sem UNGA ÍSLAND barst þeim til eyrna og færðu sig fjær, en komu stöðugt aftur eftir skamma hríð. Um miðnætti var allt kyrrt við bæ- inn og þá færðu þau sig nær. Refur- inn hnerraði. Nýr þefur, sem hann kannaðist við, en gat ekki áttað sig á, barst til hans. Bæði dýrin hlupu svo langt burtu, að þau gátu fært sig til þannig, að golan stóð af bæn- um, og komusíðan heim undir aftur á móti vindinum. Allt í einu stað- næmdist refurinn, dillaði ofurlítið loðnu skottinu, sem merki þess, að eitthvað ánægjulegt hefði borið fyr- ir hann. Hann hafði fundið þefinn af Skugga, sínum gamla vini. En ekki dró það úr hungrinu, þö hann vissi, að Skuggi væri þarna nærri. En nú fóru þau nær, en nokkru sinni áður. Enn einu sinni snérú þau samt við, komu síðan aftur og fóru nú svo nálægt útihúsunum, að þau sáu dauða grísinn, þar sem hann lá á snjónum. Og loks voru þau ásátt um að. láta skeika að sköpuðu. Þau at- huguðu byggingarnar enn þá einu sinni, einkum þá hlið útihúsanna, sem sneri að þeim. Rúðurnar í fjósglugg- unum voru þýðar, en gluggarnir á svefnskála vinnumannanna hvítir af hélu, þó var þar ein rúða dökk og glær, sem stakk í stúf við hinar, en það vakti ekki neinar grunsemdir hjá refunum. Inni í svefnskálanum sat Jens á rúmstokknum sínum og fylgdi refun- um með augunum. Hann var nú búinn að vaka margar nætur og bíða eftir þessu augnabliki. Hann hafði varið þessa einu rúðu fyrir hélu, með því að nudda við og við á hana salti og lagt grísinn út á fönnina, til að lokka veið- 35

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.