Unga Ísland - 01.03.1941, Síða 6

Unga Ísland - 01.03.1941, Síða 6
ina í skotmál. Hann titraði af ákafa, þegar hann sá refinn koma í ljós, út úr frostmóðunni, lagðist á hné, lét byssuhlaupið hvíla í gluggakistunni fast við rúðuna og beið tilbúinn að hleypa af. Dýrin læddust nær og nær. Loks glefsaði refurinn í beinfrosið kjötið. Hann beit svo sterklega, að það brast í, þegar kjöttæjurnar hrukku sundur. Hann varð hræddur við þennan ó- vænta hávaða og hljóp spölkorn burtu aftur. Tófan renndi löngunar- augum til ætisins, en fylgdi þó bónda sínum og eftir dálítið hik. héldu þau aftur til skógarins, en vonbrigðum skyttunnar innan við gluggann verður ekki með orðum lýst. Ekki leið á löngu þangað til þau komu aftur, og tófan lét nú alger- lega undan löngun sinni, réðist á grís- inn, reif og sleit og hámaði í sig mat inn, en tortryggnin hafði stöðugt yfir- höndina hjá refnum. Var ekki eitt- hvað ískyggilegt við þessa dimmu og gegnsæu rúðu? — Hann heyi’ði hvernig hún hámaði í sig kjöt- ið, það gerði hann sjálfan enn þá soltnari. Hann glefsaði einn og einn bita, en hafði þó ekki augun af rúð- únni. Tófan gleymdi nú öllu nema matnum, hljóp léttilega yfir hræið af grísnum, reif hann á hol og fór að háma í sig garnirnar. Refurinn hafði hræið stöðugt milli sín og húsanna, en vegna þess, að'ekkert skeði, sem á- stæða var að óttast, fór hann nú smátt og smátt að verða rólegri. En allt í einu þá blossaði tortryggni hans upp á ný. — Var ekki eins og skuggi liði yfir frostlausu rúðuna. Hann hneig niður á hnén og lá þannig, lamaður af hræðslu og starði á þennan ugg- vænlega dökka depil á húshliðinni. Tófan tipplaði léttfætt og ánægð yfir mat sínum, dró til sín garnirnar og tuggði af kappi. Allt í einu sneri hún hliðinni að glugganum. Jens mið- aði eins nákvæmlega á höfuð hennar og hægt var gegn um rúðuna í tungl- skininu. Hann hleypti af. Skothljóðið kvað við. Rúðan brotnaði og glerbrot- in hrundu niður. Tófan hljóp hátt í loft upp, í stökkinu slökknuðu allir vöðvar hennar og hún féll til jarðar steindauð. Refurinn tók til fótanna, steyptist kollhnís í snjónum og var horfinn eftir andartak. En það var eins og skotið vekti bæ- inn úr svefni. — Nokkrar rottur, sem sem setið höfðu á eldhúsborðinu og nagað skorpu, er hafði gleymzt þar, þutu upp lafhræddar og smugu inn í holu undir dyraþrepinu. Skuggi fór að gelta, eins og hann ætti lífið að leysa og húsbóndinn þaut á nærklæð- unuin fram úr rúminu. Hann brá sér í skó og nauðsynlegustu flíkur, þaut svo yfir að útihúsunum með Skugga á hælunum, og bjóst við, að einhver ó- gæfa hefði skeð. Hann hratt upp dyr- unum að vinnumannaskálanum, en þar var allt með kyrrum kjörum. Jens var lagstur upp í rúm og sofnaður. Skuggi fór með framlappirnar upp í rúmið til hans og þefaði af honum, en húsbóndinn skoðaði byssuna, sem stóð við rúmgaflinn hans og renndi svo óhýru auga til brotnu rúðunnar. Hann þreif óþyrmilega í drenginn í rúminu og var reiður. Hann hélt að þetta skot hefði verið hrekkur. — Ert þú að skjóta á nóttunni, strákur? sagði hann. Jens lyfti höfðinu og sagði hálfsof- andi. — Já, refurinn liggur steindauð- ur úti hjá grísnum. Húsbóndinn gekk nú út og hirti tófuskrokkinn. Skuggi var með honum 36 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.