Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 7
og snuðraði í kring. Allt í einu fann hann spor æskuvinar síns. Hann réði sér varla fyrir gleði og ákafa, og hefði þotið út í skóg, ef húsbóndinn hefði ekki skipað honum með harðri hendi að fylgja sér inn aftur. Morguninn eftir, þegar fólkið var komið á fætur, fór Skuggi aftur að þefa uppi slóðina eftir refinn. Það var auðgert að finna hana, en þegar hann ætlaði að rekja hana, komst hann ekkert nema allskonar hringi og krákustíga umhverfis bæinn. Loks gafst hann upp og fór heim. ★ Það sem eftir var nætur, ráfaði refurinn um skóginn án þess að finna nokkuð ætilegt. Þegar dagur rann, var hann kominn niður að vatni einu við skógarjaðarinn, sem var lagt og snævi hulið svo langt sem ’augað eygði. Hann ráfaði um meðfram vatnsbökkunum í þeirri veiku von að finna ef til vill innifrosna önd, en einnig þessi von varð að engu. Þá hljóp hann yfir vatnið til skógarins, Mgðist fyrir undir slútandi grein og hafði auga með umhverfinu meðfram vatninu. Skömmu síðar kom sólin upp og skein yfir snjóinn. Það hlýnaði í veðri, hó vindurinn væri napur og héri einn skreið úr bæli sínu. Næturkuldinn og sulturinn höfðu rétt að segja murkað ór honum líftóruna. Hann riðaði á fót- unum og gat varla hreyft sig, enda var hann á báðum áttum, hvort hann ætti að leggjast í bælið sitt aftur og gefast upp að fullu og öllu, eða reyna enn þá einu sinni að ná sér í matar- bita. Löngun hans til lífsins varð yf- ii’sterkari og hann skjögraði af stað ofur hægt. Við og við datt hann á hliðina í snjóinn, sparkaði frá sér með þnga ÍSLAND löngu afturfótunum og brauzt um, þangað til hann komst á fæturna aft- ur. Loks var hann kominn inn á ak- ur einn í skógarjaðrinum og fór að grafa þar niður í snjóinn. Haust sáðið var farið að spíra undir fönninni, og þarna hafði hann grafið upp fáein- ar grænar spírur síðustu dagana. Hann rótaði snjónum upp með framlöppunum, vindurinn tók hann og feykti honum burtu milli aftur- lappanna á honum, svo að upprótið varð að dálítilli snjórák, sem náði' langa leið eftir akrinum. Að þessu sinni var hann lengi með fyrstu hol- una. Lappirnar á honum voru svo máttlausar og hann varð að hvíla sig hvað eftir annað, en þegar hann náði í fyrstu spírurnar lifnaði talsvert yfir honum. Allt í einu sást naglarstór svartur depill álengdar á snjónum. Hann var á hreyfingu og virtist koma hoppandi beint á móti snæfokinu frá héranum. Við nánari athugun sást, að þarna var hreysiköttur á ferð, og svarti depill- inn var ysta totan á skottinu á hon- um. Augu hans glóðu og hann var í víga hug. Hann var svo samlitur um- hverfinu, að mikla aðgæzluu þurfti til að greina hann frá snjónum, aðeins svarta totan á skottinu á honum sást greinilega. Hann réðist umsvifalaust á hérann, boraði hvössum klónum eins og krók- um aftan á háls hans og hjó sterkum tönnunum gegn um skinn og vöðva nálægt kverkum hans og reyndi að bíta sundur slagæðina. Hérinn hoppaði fram og aftur, viti sínu fjær af skelfingu. Svo áttaði hann sig lítið eitt, hoppaði áfram með öllum þeim hraða, sem hann gat og staðnæmdist allt í einu. Með þessu 37

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.