Unga Ísland - 01.03.1941, Síða 9

Unga Ísland - 01.03.1941, Síða 9
Mjallhvít Finnskt ævintýri. Einu sinni voru gömuljámjög göm- ul hjón. Maðurinn hét Jóhann, en kona hans María. Þeim hafði ætið komið vel saman og þótti því mjög vænt hvoru um annað. Þau höfðu allt sitt líf unnið og stritað og verðskulduðu það því fyllilega að eiga nú í ellinni dálítið rólegri daga. — En í íbúð þeirra var svo mikill tómleiki og kyrrð og þeim hafði aldrei auðnazt að heyra þar hinn glaða barnshlátur né hin léttu, barnslegu fótatök. Gömlu hjón- in áttu sem sé ekkert barn. Það var þeirra sorg. En þau beygðu sig undir vilja guðs, mögluðu ekki, en styttu sér löngum stundir við að horfa á leiki barnanna í kring. Það var kominn vetur. Jóhann og María sátu við gluggann sinn og horfðu á leiki barnanna úti á göt- unni. Þar hlógu þau og hentust, hjuggu til snjóbolta og köstuðu hvert í annað, og að síðustu fóru þau að húa til snjókerlingu. Gömlu hjónin vörpuðu öndinni mæðulega. Þau áttu ekkert þessara barna. En allt í einu brosti Jóhann gamli og sagði: Ættum v:ð annars ekki að koma út og búa «1 snjókerlingu ? Hvað ertu að segja, gæska? and- varpaði María. En litlu síðar var sem henni birti í skapi og hún sagði: Jú, því ekki það! Því skyldi ég ekki vilja það. En snjókerlingingu hurfum við ekki að búa til, því kerl- ingu áttu þó. Nei, við skulum heldur húa okkur til dálítið snjóbarn, okkur «1 ánægju, fyrst að guð hefir ekki viljað gefa okkur neitt lifandi barn. u N G A ÍSLAND — Þetta er satt, sagði gamli mað- urinn, það skulum við gera. Síðan bjuggu gömlu hjónin sig í sín hlýjustu föt og byrjuðu á starfi sínu. Fyrst bjuggu þau til búkinn og því næst hendur og fætur, efst settu þau lítinn, fallegan snjóbolta, það var höf- uðið. Með kræklóttum og skjáifandi puttunum sínum tóku þau til að laga andlitið. — Guð hjálpi ykkur, sagði ná- gi’annakona þeirra, er hún stakk höfð- inu út um gluggann og sá hvað þau höfðust að. — Þakka þér fyrir, sagði Jóhann, en María hélt áfram við starf sitt og sagði: — Guðs hjálpar þarfnast mað- ur ætíð og ævinlega. — Hvað eruð þið að gera þarna? spurði konan. — Þú sérð það nú jlíklega sjálf, svaraði Jóhann alvarlegur. — Við erum að búa til snjóbarn, sagði María brosandi. En nágrannakonan hrissti höfuðið og hugsaði með sér. — Þau hljóta að hafa misst vitið, fyrst þau haga sér þannig og leika sér eins og lítil börn. Jóhann og María héldu áfram við starf sitt og varð vel ágengt. Þau höfðu lokið við að búa til fallegt nef og dálitla höku, þau höfðu líka búið til tvær litlar holur í stað augna. Jó- hann var einmitt að ljúka við lítinn og fallegan munn, er hann fann rtreyma tdl sín út á (milli varanna, hlýjan og mjúkan andardrátt. Hann varð yfir sig hlessa og starði, en kom engu orði upp. Og sjá: Þessar litlu holur sín hvorum megin við nefið fylltust af lífi og á samri stundu komu þar fram tvö rökkurblá, lifandi augu. 39

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.