Unga Ísland - 01.03.1941, Síða 13

Unga Ísland - 01.03.1941, Síða 13
En vesalings Mjallhvít var hvorki frísk né kát og eftir því sem lengra leið á vorið, varð hún stöðugt sorg- bitnari og bleikari. En svo var það að einn daginn kom haglél, þá varð Mjallhvít glöð, sem fyrr, en það var bara litla stund. Hún hló þá og hopp- aði og reyndi að ná í litlu haglkornin, en þegar élið var liðið hjá, varð hún döpur og sorgbitin á ný. Svo var þá sumarið komið. Á Jóns- messunótt ætlaði unga fólkið að skemmta sér í skóginum og á leið sinni þangað komu nokkrar leiksyst- ur Mjallhvítar við hjá henni og vildu fá hana með út í skóginn. María gamla ætlaði í fyrstu ekki að vilja leyfa hinu veika barni sínu með þeim, en er þær héldu áfram að biðja, svo blítt sem þær gátu, lét hún að síðustu undan. — Ef til vill verður hún léttari í skapi við að leika sér og syngja, hugs- aði María. Síðan klæddi hún Mjallhvíti í spari- fötin, kyssti hana og sagði: —• Nú skaltu þá fara, barnið mitt, og vertu nú sæl. Gætið hennar nú vel, sagði hún til hinna. Þær léku sér í skóginum allan daginn, tíndu blóm, fléttuðu kransa, dönsuðu og sungu. Þegar kvelda tók kvéiktu þær lítið bál, settu kransana á höfuðin og dönsuðu kring um eldinn. — Nú stökkvum við yfir glóðina, sagði ern lítil stúlka. Komdu, Mjall- hvít! Síðan stukku börnin yfir glóðina, en er þau fóru að litast um eftir Mjall- hvíti, var hún horfin. — Mjallhvít! Mjallhvít! hrópuðu þau, og leituðu um allan skóginn, en Mjallhvít fannst ekki. Og er þau komu heim til Jóhanns og Maríu, Óskar Þórðarson frá Haga: Kolskeggur Ósjcar Þórðarson frá Haga, höfundur þtss- arar sögu, er kornungur maður, en er nú þegar orðirm töluvert kunnur meðal þjóðarinnar fyr- ir sögur sínar og Ijóð. Sérstaklega liufa þó Ijóð hans vakið athygli, Eftir Óskar hafa á undan- förnum árum margsinnis birzt kvœði og sögur í Unga Islandi. Og Óskar er einn af þeim vin- um blaffsins, er ekki gleyma því, þótt þeir með góffum árangri kveði sér hljóðs á þeim vett- vangi, sem œtlaður er þroskuðum mönnum. Unga Island tjáir Óskari beztu þakkir fyrir tryggð hans við blaðiff um leið og þaff birtir þessa endurminningu frá bcrnskuárum hans. ' S. J. Kaldan vetrarmorgun, þegar storm- urinn næðir yfir frostna og snjóuga jörðina, er hann kominn í básinn henn- ar Búkollu gömlu mömmu sinnar, þeg- ar búsmalinn tilvonandi rekur höfuðið inn fyrir dyrastafinn. Þó er alls ekki svo að skilja, að hann-hafði komizt þangað af sjálfs- hafði hún ekki heldur komið þangað. Vesalings gömlu hjónin syrgðu litlu stúlkuna sína, og aldrei gátu þau skil- ið hvað af henni hafði orðið. Hafði hún villzt í skóginum? Eða höfðu villi- dýr orðið henni að bana? — Nei, þannig var það ekki. M-jall- hvít var dóttir vetrarins, frostsins og kuldans. Hún óttaðist vorið og enn- þá hræddari var hún við sumarið. Hún hafði ætlað að stökkva yfir bál- ið með leiksystrum sínum, en þá brá svo kynlega við, að hún breyttist í lít- inn gufuhnoðra, leystist upp og hvarf, eins og lítið, hvítt ský hverfur út í bláan geiminn. S. J. þýddi UNGA ÍSLAND 43

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.