Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 14
dáðum. — Nei, fullorðna fólkið hefur sjálfsagt verið honum hjálplegt og tekið vel á móti honum, þegar hann kom inn í veröldina, votur um skrokk- inn og óstyrkur í fótunum. Þetta er dálítill dökkkolóttur bola- kálfur og hann á að fá að lifa og verða stór. Fæðingardagur hans — því í þeim efnum er venjulega miðað við dag, en ekki nótt, — er fyrsti þriðju- dagur í vetri og ósvikinn merkisdag- ur, séð frá mínu sjónarmiði. Þegar þetta skeði, var ég á níunda ári og man ég ennþá mjög vel eftir ýmsum æviatriðum Kolskeggs, en svo var hann nefndur, þegar hann fékk aldur til. Á næsta sumri var ég aðal- húsbóndi hans og hafði þá töluvert saman við hann að sælda. Ég ætla nú að segja ykkur nokkur atriði frá kynnum mínum af honum og greinlegustu eiginleikum hans: Þegar hann hafði verið hæfilega lengi hjá Búkollu mömmu sinni, var hann tekinn úr fjósinu, því þar var ekki rúm fyrir hann þótt ekki væru kýrnar nema tvær. En það var gamalt fjós og var byggt að nýju á næsta hausti, og stækkað. Ibúð hans varð því, fyrst um sinn, í búrinu við gamla torfbæinn, sem við bjuggum þá í. Þegar Kolskeggur fór dálítið að eldast óx einkennilegur hár- lubbi um granir hans, kolsvört hár, er líktust skeggi og af þeim hlaut hann nafn sitt. Máske hefur hin tíða umgengni fólksins um búrið orðið þess valdandi að hann varð síðar hálfgerður galla- gripur; mér þykir það sennilegt. Á einmánuði var Kolskeggur orðinn vænn kálfur og þá var eitt sinn farið með hann í gcnguferð um túnið. Það man ég, að fyrst stóð hann alveg kyrr og glápti út í heiminn, en þegar hann hafði áttað sig svo lítið, tók hann sprett og þá rumdi í honum. Ef til vill var hann að gefa til kynna mátt sinn og megin og sú tilkynning var einmitt gefin með voldugu blótsyrði, sem var hans fyrsta, en ekki síðasta, því hann varð allra bola blótsamastur. Einhver fullorðinn teymdi hann, líkt lega pabbi, því það var ekki talið ger- Jegt að sleppa honum lausum. Hann hljóp á hvað sem fyrir var og það var ekki gott að vita hvað hann kynni til bragðs að taka, kannske hlyþi hann beint í Skorradalsvatn, sem liggur við túnið og ef hann gerði það; þá yrði saga hans aldrei löng. En það kom aldrei neitt slíkt fyrir Kolskegg, enda naut hann aðstoðar og handleiðslu fullorðna fólksins á fyrstu stundum útiveru sinnar. Hann var hraustur og fjörmikill og í eðli hans var ósvikinn gáski. En það var þessi gáski, ef svo skyldi kalla, sem var fylginautur hans til síð- asta dags og spann sína ósviknu þætti um líf hans. Nokkrum dögum síðar, en Kol- skeggur fékk að líta í fyrsta sinn með eigin augum veröldina, utan hins tak- markaða rúms í heimkynni hans, búr- inu, fékk ég að teyma hann út. Á þeirn árum var ekki karlmennsku minni fyrir að fara, ef ég var í hættu eða vanda staddur, enda var þess tæp- lega von, þar sem ég var ekki orðinn fullra níu ára þá. Ég batt löngu bandi um hálsinn á kálfinum og lagði því næst út á tún, með hann í togi. Jörð var alauð og dálítið vot eftir nýafstaðhar rigningar. Kolskeggur tók viðbragð og hugðist að fara sinna ferða, án þess að hlíta í nokkru vilja 44 UNC,A ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.