Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 15
yfirboðara síns. En ég hugsaði mér að sýna nú að ég væri ekkert löðurmenni og hélt sem fastast í bandið. Kolskeggur hljóp nú í nokkra króka og hringi, en ég gætti þess að láta hann ekki leika á mig og mætti sveif 1- um hans með f estu, kunnáttu og f urðu- miklu öryggi, eða svo fannst mér sjálf- um að minnsta kosti. Þessir sprettir hans voru þó fremur meinlitlir, enda gekk allt slysalaust fyrir mér, þó ber ég ekki á móti því nú, að oftar en einu sinni var ég nærri dottinn. Þannig gekk þessi leikur nokkra stund. En allt í einu breytti Kolskegg- ur um ákvörðun. Hann rumdi og setti hausinn niður að jörð og ég sá ekki betur, en að hann ætlaði að ráðast að öiér á sama hátt og mannýgir bolar gera. Mér varð auðvitað mikið um þetta og lagði strax á flótta. Ekki sleppti ég þó bandinu, sem var um háls Kolskeggs. — Örskammt frá okkur var flag, sem skorið hafði verið ofan af haustið áður. Þökurnar voru í löngum hlaða allt í kringum flagið. Næstum óafvitandi hljóp ég yfir þökuhlaðann og inn í flagið. Þegar Kolskeggur sá, að ég var horfinn, hélt hann áfram -að ærslast, en komst ekki langt, því að nú hélt eg sem fastast í bandið og var hinn öruggasti. Ekki þorði ég samt út fyrir þetta varnarvirki mitt fyrr en pabbi kom og sótti Kolskegg og teymdi hann burt. En fyrr en varði. var veturinn lið- mn og vorið með blíðu sína og gróður neimtaði nautpeninginn út undir bert loft eftir innistöður vetrarins. Og svo hófst sá dagur, að kúnum var í fyrsta sinni á því vori hleypt út í s°l og sumar. Það var dagur söngva og , UNGA ÍSLAND ærsla. Kolskeggur fékk auðvitað að fara líka; hann var orðinn svo stór. En ífyrstu geðjaðist honum ekkert sér- staklega vel að hamförum Búkollu mömmu sinnar og vinkonu hennar. Og *nú var. það hann, sem flýí!|i. Hann klöngraðist áfram yfir þúfur og grjót, hrasaði og komst aftur á fæturna. En hvernig, sem hann reyndi að komast burt af leikvangi kúnna, var hann allt af mitt á meðal þeirra. Þánnig hrakt- ist hann aftur og fram, stöðugt eltur. Smátt og smátt vandist hann svo þessum ósköpum og vorið leið án þess að nokkur sérstakt bæri til tíðinda. Yfir sumartímann var beitiland kúnna með fram Skorradalsvatni, í austur frá bænum. Næsti bær að aust- an heitir Vatnshorn og er langt á milli bæjanna. — Á jarðarmerkjunum var girðing úr gaddavír, en heldur léleg, eða aðeins einn vírstrengur. Allmiklu lengra er frá bænum Vatnshorni, en Haga, að girðingu þessari. Ekki get ég sagt að girðingin stæð- ist fyllilega þá raun, sem henni var ætluð, en hún var sú, að varna því, að kýrnar frá bæjunum, hvorum fyr- ir sig, legðu leið sína of langt inn í land hins, En þó var ásóknin af kúnna hálfu langtum meiri hjá ,,mínum" kúm, enda voru þær færri og áttu þær skemmri leið að hinni óvinsælu hindr- un, girðingunni. Eins og ég hefi áður getið um. var ég kúasmali þetta sumar og féll það starf misjafnlega, enda þótt ég væri því vanur áður. í sæmilegu veðri og ef vel gekk að finna kýrnar, var þetta starf mitt geðfellt, en ef girðingin brást og ég varð að leita svo og svo lengi að kúnum í Vatnshornshlíð, en þar er bæði þéttur og hávaxinn skóg-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.