Unga Ísland - 01.03.1941, Qupperneq 16

Unga Ísland - 01.03.1941, Qupperneq 16
ur, eða ef rigning var, þótti mér það allt annað en skemmtilegt. Eftir því er á sumarið leið, varð Kol- skeggur æ erfiðari viðfangs. Réði hann jafnvel að fullorðnum mönnum oftar en einu sinni, en ekki með miklum ár- angri. Hann var þó orðinn allvænn og fór sjaldnast hljóðlega um, sérstak- lega ef hann nálgaðist ókunnuga menn. Hann var sérlega hræddur við hunda og f'lýði alltaf skilyrðislaust þegar þeir komu til skjalanna. En þótt Kolskeggur væri til muna mannýgur, kom ekki fyrir, í eitt ein- asta skipti, að hann sýndi mér veru- legan mótþróa þegar ég var að reka hann heim eða að heiman. Auðvitað gætti ég þess vel að hafa alltaf eitthvert haldgott barefli í hend- inni og auk þess fylgdi mér að jafn- aði stór, gul tík, sem hét Snotra. En þó hefði þessi varúð sennilega mátt sín lítils ef Kolskeggur hefði sýnt mér illsku sína í fullri alvöru. En að hann gerði það ekki tel ég fullvíst að hafi verið vegna þess, að ég umgekkst hann svo að segja eingögnu og má óhikað telja honum til lofs þá þekk- ingu sína. Einu sinni — það hefur verið fyrri- hluta ágústmánaðar — fór ég eins og vani minn var síðla dags að huga að kúnum. Veðrið var inndælt. Skorradalsvatn tært og slétt eins og spegill. Himininn var skýjaður, en þurrt veður. Þegar ég kom að merkjagirðSng- unni var hlið hennar ólokuð. Hafði einhver skeytingarlaus vegfarandi i ekki hirt um að loka því. Þegar ég hafði gengið úr skugga um að kýrnar höfðu notað sér þessi þæg- indi og haldið áfram austur í Vatns- 46 hornshlíð, fór ég strax þangað að ieita þeirra. En ég þurfti ekki að leita lengi. Skammt frá merkja-girðingunni er girtur slægjublettur, niður við vatnið. Þar fyrir ofan taka svo við hólar og mishæðir og eru alldjúpar lautir á milli. I einni slíkri laut kom ég auga á stórgripi og reyndust það vera kýrn- ar frá báðum bæjunum, allan saman, en þó nokkuð dreifðar um skógarlend- ið. Nú var ekki gott í efni. Svo var nefnilega mál með vexti að í Vatns- horni var þetta sumar, stór tveggja vetra boli, hrafnsvartur að lit. Ekki var hann sérlega mannýgur, en þó engan veginn hægt að treysta mein- leysi hans, ef því var að skipta. Ég fór nú nokkrar krókaleiðir, og reyndi að komast svo nærri kúnum, sem mögulegt var, án þess að vekja eftirtekt Svarts á mér. Ég sá að þeir Kolskeggur og Svartur héldu fast saman og voru í einlægum eltingar- leik. Með varfærni og alllöngum tíma tókst mér að ná báðum ,,mínum“ kúm úr hópnum, án þess að Svartur yrði mín var. Hjálpaði skógurinn mér til að dyljast og eftirtekt mín var vel vakandi, því ég var dálítið smeykur og skyldi vel hvað það þýddi fyrir mig, átta ára drengsnáða, að eiga í höggi við Svart, ef hann yrði í þeim ham. Ég rak kýrnar ofan að vatni og ætl- aði þeim að bíða þar meðan ég sækti Kolskegg. Svo lagði ég inn í skóginn enn á ný. Fyrst í stað gerðist ekkert sögulegt. Ég hafði farið alllangan spöl og nálg- ast kýrnar að því er ég hélt, en þær voru heimfúsar og sumar farnar að færa sig til, eins og þær væru að hugsa til brottferðar. Ég staulaðist gegnum UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.