Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.03.1941, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND Eign Rauða Kross íslands. Kemur út 10 sinnum & ári í 16 sítSu heftum. Gjalddagi 1. aprll. VerS bla'Ssins er kr. 4,50 árg. Ritstjórar: Stefnn .hiiKsnii. si;:nrí»iir Hel^nNon. Framkvæmdastjðrn blaSsins annast: Arngrímur Kristjánsson. AfgreiSsla er 1 skrifstofu RauSa Krossins, Hafnarstræti 5 (Mjðlkurfélagshúsinu). Pðsthðlf 927. PrentaS ! ísafoldarprentsmiSju h.f. stóran, þéttan runna; framundan var rjóður og þá . . . Ég hikaði skyndilega. Svartur stóð í rjóðrinu og hvessti á mig augu og eyru. Á bak við hann stóð Kolskeggur. Ég tók til fótanna. — I fyrstu varð mér hugsað til slægju- blettarins, en ég hvarf þó frá að leita þangað, en hraðaði ferð minni heim- leiðis, eins og mér var unnt. Að baki mér kvað við tvíraddaðan söng, dimm- an og ögrandi. Það voru kveðjuorð .Svarts og Kolskeggs til mín. Kýrnar „mínar" höfðu rölt áfram heimleiðis. Ég lokaði hliði girðingarinnar og var nú öruggur. Af Kolskegg er það að segja, að næsta morgun var hann kominn heim að fjósdyrum af sjálfsdáðum. Það var nóg af honum. Þessari frásögn er nú að verða lok- ið. Kolskeggur tilheyrði þeim flokki húsdýranna, sem sjaldnast á sér mikla né merka atburðasögu. Og Kolskeggur varð ekki gamall. Síðari hluta næsta vetrar í góðu veðri var kjöt hans flutt he'iman árla dags á tveim reiðingshestum. Þann morgun var ég snemma á fótum. Sjálfsagt hafa barnslegar minningar fra sam^ vistunum við hann verið í huga mínum ÞRAUTIR — LEIKIR Að skrifa sögu. Þessi leikur getur oft vakið mikinn hlátur. Nú stendur þannig á, að þú ert að skemmta þér með félögum þínum og þið hafið farið í ýmsa leiki. Dett- ur þá einum ykkar í hug að skrifa sögu og fær sér blað og blýant. Sag- an, sem hann skrifar, getur verið um hvað sem er, en venjulega vekur hún mestan fögnuð, sé hún um þáttakend- ur sjálfa. Sá, sem söguna skrifar, hugsar sér að sjálfsögðu einhvern söguþráð og gætir þess, að sagan rúmi sem allra mest af lýsingarorðum. — Lýsingarorðin skrifar hann þó ekki strax, en hefur eyðu alls 'staðar þar, sem þau gætu verið. Er hann hefur lokið við að skrifa aðalsöguþráðinn, biður hann þá, sem viðstaddir eru, að koma með lýsing- arorð og skrifar þau nú inn í eyð- urnar jafnóðum og þau berast til hans. Byrjar á fremstu eyðu og þannig áfram, unz sagan er fullgjör. Þá les hann söguna upp fyrir viðstadda. Vit- anlega verður sögumaður að gæta þess vel að láta engan vita um efni sög- unnar fyrr en hann les hana, svo að engan geti grunað við hvað lýsingar- orðin eiga um leið og þau eru gefin. Slíkar sögur verða oft mjög hlálegar og hafa fullorðnir engu síður gaman af þeim en börn. þá, eða kannske mér hafi verið gjarn- ara á að hugsa um heita slátrið, sem "von var á síðari hluta dagsins. Það var minn uppáhalds matur. Þann gerðist líka annar atbnrður. Bróðir Kolskeggs, fjögra mánaða gamall, var fluttur á básinn hans í fjósinu. UNGA ÍSLAND 47

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.