Unga Ísland - 01.03.1941, Side 18

Unga Ísland - 01.03.1941, Side 18
Pottlokið. Þátttakendur sitja í hring. I miðjum hringnum er hafður hlemmur af potti eða einhver hlutur, sem getur snúizt. Einn þátttakandi setur lokið af stað og nefnir um leið nafn einhvers og á þá sá, er nefndur var, að vera snar í snúningum og grípa lokið meðan það enn snýst og nefna nafn annars og þannig koll af kolli. Verði einhver of seinn, er hann úr leik. Hringurinn þarf að vera nokkuð stór.. Skrítlur: Rakarinn: Hvernig viltu láta klippa þig, drengur minn? Drengurinn: Ég vil láta klippa mig svona, einsiog hann pabba, með hvít- an blett í hnakkanum. * Lítill drengur sagði, er honum var bjargað upp úr læk, sem hann hafði dottið í: Mikið voðalega, held ég, að hann pabbi hefði skammað mig, hefði jeg drukknað. * Jón litli: Mamma, hvernig geta stóru fiskarnir í sjónum opnað dós- irnar? Mamma: Hvað, ég skil þig ekki, Jón: Jú, hann pabbi sagði, að stóru fiskarnir borðuðu stundum litlu fisk- ana eins og þá, sem væru í niðursuðu- dósunum. Anna Guðmundsdóttir, Þorfinnsstöð- um, Vesturhópi, V.-Hún., óskar eftir að skrifast á við stúlku eða pilt 14—16 ára, hvar sem er á landinu, nema í Húnavatnssýslu. Ása Ottesen, 14 ára, Miðfelli, Þing- vallasveit, Árnessýslu, óskar að komast í bréfasamband við jafnaldra sína ein- hvers staðar á landinu. Ráðning á talnaþraut Það hafa nokkrir lesendur blaðsins sent því ráðningar á talna-þrautinni, er birt var í októberbl. Sumir hafa þó misskilið þrautina og þess vegna ekki raðað tölunum rétt. Ráðningin getur verið á fleiri en einn veg og þó komið út á sama hátt. — T. d.: 22—20—15— 3— 5 1— 14— 8—17—25 19_16—13—10— 7 2— 9—18—12—24 21— 6—11—23— 4 2—23—25— 7— 8 4—16— 9—14—22 21—11—13—15— 5 20—12—17—10— 6 18— 3— 1—19—24 25— 4—16— 3—17 2—20— 5—14—24 18— 7—13—19— 8 11—12—21— 6—15 9—22—10—23— 1 Þeir, sem réttar ráðningar sendu, voru þessir: Guðmundur Sigurjónsson, Flatey; Davíð S. Vigfússon, Sunnuhvoli, Vopna- firði, og Jón Þorgeirsson, Skógum, Vopnafirði. Felunafnavísa. Kvenmannsnöfn: G . . r . n, . . 1 . o . g, S i. r . ð . r, S . ei . b . . r . , A . . a, G . ó ., Geir . a . g, . ó . unn, G . ð . . ð . r, G. i • a,. i . rú . , L . a. GÁTA Hálft er nafn mitt heiti á hæð, hinn er hlutinn dulin mey. Bróðir minn er saltur sær, systir mín er jökuley. Nórðfirðingur, 14 ára. UNGA ÍSLAND 48

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.