Unga Ísland - 01.04.1941, Síða 3

Unga Ísland - 01.04.1941, Síða 3
lihbr Í5LRHD ' XXXVI. ÁRG. 4. HEFTI APRÍL 1941 íslenzk nútímaljóðskáld XII. Magnús Ásgeirsson Fyrstu bók sína, „Síðkveld“, gaf Magnús út árið 1923. f þeirri bók eru að mestu frumsamin ljóð, en þó eru þar einnig nokkrar þýðingar. Árið 1928 kom út frá hendi hans fyrsta bindið af „Þýddum ljóðum“, en alls eru bindin fimm. Hin fjögur komu út þessi ár: 1931, 1932, 1935 og 1936. Þá hafa einn- ig komið út eftir hann þýðingar á tveim ljóðaflokkum í skrautútgáfum „Rubai- yat“ 1935 og „Hinir tólf“ 1936. Enn- fremur „Glaumbæjargrallarinn" 1938. í þeirri bók eru textar við ýmis létt og skemmtileg lög, gömul og ný, og fylgja lögin með á nótum. Bók þessi er gefin út í samvinnu við Emil Thoroddsen, tónskáld og píanóleikara. Auk þessa bundna máls, sem hér er talið, og hins, sem hér er ekki talið, en Magnús hefir þýtt síðan síðasta bók hans kom út og unga ísland Magnús er Borgfirðingur að ætt og uppruna, fæddur að Reykjum í Lunda- reykjadal í Borgarfjarðarsýslu, 9. nóv. 1901. Foreldrar: Ásgeir Sigurðsson, bóndi að Reykjum og kona hans, Ing- unn Daníelsdóttir. Magnús Ásgeirsson dvaldi á æsku- stöðvum sínum fram um tvítugsaldur °g vann algeng sveitastörf. En árið 1920 tók hann gagnfræðapróf við Menntaskólann í Reykjavík, var í f jórða bekk skólans, en tók stúdentspróf 1922, bá, utanskóla. Að stúdentsprófi loknu las hann norrænu við háskólann í þrjá vetur, en hætti þá námi. Síðan hefir Magnús lagt stund á ýmis störf, en þó einkum ritstörf, og dvalið lengst af í Reykjavík, en fyrir þremur til fjórum úrum fluttist hann þó aftur upp í Borg- arfjörðinn og byggði sér þar íveruhús í námd við Síðumúla í Hvítársíðu. Þar býr hann og leggur nú eingöngu stund á ritstörf og þó einkum á þýðingar ijóða. 49

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.