Unga Ísland - 01.04.1941, Síða 4

Unga Ísland - 01.04.1941, Síða 4
birt allmörg sýnishorn af í blöðum og tímaritum, hefir hann einnig verið mjög afkastamikill á þýðingar óbundins máls. Hann hefir þýtt mesta fjölda smá- sagna, auk eftirtaldra bóka: Pearl S. Buck: „Gott land“ 1936 (í samvinnu við Magnús Magnússon). Antole France: „Uppreisn englanna“ 1927 (fjölr.). Hans Fallada: „Hvað nú, ungi maður?“ 1934. Gurinar Gunnarsson: „Svartfugl“ 1938. Stefan Zweig: „Und- ir örlagastjörnum“ 1939. August Strindberg: „Sælu eyjan“ 1938. Gunn- ar Gunnarsson: „Adventa“ 1939. Doug- las Reed: „Hrunadans heimsveldanna" 1939. Hermann Rauschning: „Hitler talar“ 1940. Allar þýðingar Magnúsar eru taldar mjög vel af hendi leystar og fyrir ljóðaþýðingar sínar er hann löngu þjóð- kunnur maður og einróma talinn ein- hver mesti snillingur, er þýtt hefir er- lend ljóð á íslenzka tungu. '(Bustaj’ 'Bröding: LAUGARDAGSKVELD það var kátt hérna um laugardags- kveldið á Gili, það kvað við öll sveitin af dansi og spili, það var hó! pað var hopp! það var hæ! Hann Hofs-Láki, æringi austan af landi þar úti í túnfæti dragspilið þandi, hæ, dúdelí! dúdelí! dæ! þar var Dóra á Grund, hún er fork- unnar fögur og fín, en af efnunum ganga ekki sögur, lu'in er glettin og spaugsöm og spræk. þar var einþykka dutlunga stelpan hún Stina, og hún stórlynda Sigga og Ása og Lina og hún María litla á Læk. þar var Pétur á Gili og Gústi á Bakka, tveir góðir, sem þora að láta það flakka og að stíga við stúlkurnar spor. þar var Dóri í Tungu og Bjössi á Barði 50 ’ og hílstjóri úr Nesinu og strákur frá Skarði og harm Laugi, sem var þar í vor. Og þau dönsuðu öll þarna í dynjandi galsa. og þau dönsuðu polka og ræla og valsa, svo í steinum og stígvélum small, og flétturnar skiptust og síðpilsin sviptust og svunturnar kipptust og faldarnir lyftust, og danslagið dunaði og svall. Inni í döggvotu kjarri var hvíslað og hvískrað, það var hlegið og beðið, ískrað og pískrað nreðan hálfgagnsætt húmið féll á, þar var hlaupið og velzt yfir stokka og steina og stunið og hjúfrað í laufskjóli greina. — „Sértu að hugsa um mig, hafðu mig þá!“ Yfir byggðinni stjörnunótt hlikaði fögur, yfir blátæru vatni með laufskóga kögur lá gullið og vaggandi glit, og frá birki og smára og bliknandi töðu, frá brekkum og grundum og túni og hlöðu lagði áfengan ilm fyrir vit. Og refur með gaggi tók undir við óminn og andvaka krummi að brýna tók róminn, en þau hjúin, þau lieyrðu það ei. En krunk heyrðist bergmál í Selfjalli segja og sem svar við hans Ilofs-Láka dúdelíleia! kom dúdelí! dúdelí! dei! Magnús Ásgeirsson, þýddi. UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.