Unga Ísland - 01.04.1941, Page 5

Unga Ísland - 01.04.1941, Page 5
P. Bangsgaard: íbúar heiðarinnar Þýtt hefir Sigurður Melgason Refurinn lét sér annt um maka sinn, enda var hún fyrirmyndar tófa, fallega vaxin, skjót í hreyfingum og dugleg að veiða. Þegar hún fór að verða þung á sér og eiga örðugt með að fylgja honum á veiðiferðum þeirra, var hún kyrr heima og lét hann einan sjá heimilinu farborða. Hann færði henni þá beztu bitana af veiði sinni og hún tók um- hyggjusemi hans eins og sjálfsögðum hlut. Einn morgun sem oftar kom refur- inn heim í grenið. Óheppnin hafði elt hann um nóttina og ekki var laust við, að hann væri sneypulegur, þegar hann lagði þröstinn, sem hann kom með í kjaftinum, fyrir framan húsfreyju sína. Hún lá í bælinu og fjölskyldan hafði stækkað meðan hann var í burtu. Þrír loðnir og blindir yrðlingar hjúfr- uðu sig að henni og sugu spena hennar af kappi. Hann lagðist ekki fyrir til að sofa, að þessu sinni, eins og hann var vanur, heldur laumaðist út úr greninu. Sólin, björt og hlý, var komin á loft. Raggardroparnir glitruðu samt ennþá í grasinu, en refurinn hafði hvorki tíma til að litast um né fá sér blund. Hann ætlaði að ná í eitthvað gott handa móð- urinni og bæta þannig upp óhöpp næt- urinnar. Það var sumar nú og nóg af æti og alls konar bráð, en sumt af henni reynd- ist samt sýnd veiði en ekki gefin. Ref- RNGA ísland urinn fór fyrst að elta hérahvolp, sem var einn að rangla úti í haganum. Hann sá refinn og iagði á flótta. Lappirnar gengu ótt og títt, en þær voru veikburða enn, og hann gat ekki tekið þessi löngu og léttu hlaup, sem gera fullorðna héra svo fljóta í förum. Samt komst hann inn á engin, án þess að óvinurinn næði honum. Þar var stargresið orðið all há- vaxið, einkum meðfram skurðunum, þó ekki væri enn orðið áliðið, og þarna ætl- aði hanp að fela sig. Inni á engjunum spígsporuðu fasan- hjón og tíndu saman strá til hreiður- gerðar, en jafnframt þurftu þau að skrafa lítið eitt á sínu máli, eins og þeim er títt. Gott var veðrið og ekkert lá á. Þá kom hérahvolpurinn allt í einu hopp- andi; sáu þau af tilburðum hans, að hætta var á ferðum og hlupu steinþegj- andi sitt í hvora áttina. Karlfuglinn leitaði sér skjóls í holu á skurðbarmi þarna nálægt, teygði úr hálsinum, svo að hann gæti séð, hvað fram færi, og rauðbrúni, bládeplótti kollurinn á hon- um var að sjá tilsýndar eins og fallegt, stöngulstutt blóm. Kvenfuglinn hjúfr- aði sig niður lengra inni á enginu, bak við grastopp. Veslings hérahvoipurinn var í nauð- um staddur. Refurinn var kominn inn á engið. Hérinn hljóp af tilviljun niður í lautina, þar sem fasanhænan kúrði. Refurinn hljóp á eftir honum og hóf 51

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.