Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 6
sig upp í úrslitastökkið, en þá sá hann ekki betur, en að hérahvolpurinn yrði allt í einu að gargandi fugli, sem hóf sig til flugs rétt við nefið á honum. Hann varð alveg ráðvilltur við þessi undur, ekki sízt þegar hann heyrði bægslagang mikinn fyrir aftan sig og sá annan fugl með miklu f jaðraskrauti fljúga upp úr grasinu. Meðan á þessu stóð, tókst hérahvolpinum að læðast burtu. Refurinn lagði nú af stað til skógar- ins og í skógarjaðrinum fann hann bý- flugnabú í runna einum. Hann sleikti út um, en hunangsilmurinn minnti hann á óþægilega reynslu, sem hann hafði eitt sinn orðið fyrir. Hann hafði ráðist á eitt þessara býflugnabúa og í- búarnir höfðu stungið hann svo eftir- minnilega, að hann hafði orðið veikur og þurft að halda kyrru fyrir í marga daga. Þetta var nóg til þess, að hann kærði sig ekki um að hætta sér í slíkt ævintýri aftur. En ekki gat hann neit- að sér um að horfa inn í runnann, og þá sá hann kornungan broddgölt, sem lá þar inni undir greinunum. Þetta var góður biti, og refurinn hugsaði sér að reyna að ná honum, þó að það væri hæg- ara sagt en gert. Broddgölturinn hafði séð refinn og var þegar búinn að hnipra sig saman, svo að gaddarnir stóðu út í allar áttir, og jafnskjótt og refurinn kom inn í runnann, fóru bý- flugurnar á kreik og flugu suðandi allt í kringum hann. Honum tókst að velta brottgeltinum við, en ekki var allt búið með því. Hann hnipraði sig saman af öllum kröftum og gróf höfuðið niður á milli broddanna. Þó gat hann ekki hulið það alveg, ofurlítill blettur á stærð við tveggja-éyring var sýnilegur og óvar- inn. Refurinn vissi vel, hvernig hann gat notfært sér þetta, en nú voru býflug- urnar farnar að verða nærgöngular og boruðu sér inn á milli háranna á honum. — Hann varð því að hafa hraðann á, fór með nasirnar niður að bráð sinni og blés gegn um nefið á þennan varnarlausa blett. — Brodd- gölturinn kipptist við, þegar heitan anda refsins lagði á hann, og um leið réttist hann ofurlítið úr kútnum. Ref- urinn þrýsti þá trýninu inn á milli gaddanna, japlaði skoltunum og reyndi að ná í hausinn á fórnardýrinu milli tannanna. 1 sama bili fékk hann fyrstu stunguna hjá býflugunum, kippist við og sveiflaði skottinu, en hélt áfram að fást við broddgöltinn. Býflugurnar tóku þetta sem ófriðar fyrirboða, flugu nú fram í fylkingum og stungu hann hátt og lágt. Þó gafst hann ekki upp fyrr en ein þeirra stakk hann óþyrmilega í trýnið. Þá sá hann ekki ánnað vænna, en að láta undan síga, og fór burtu. Hann hljóp nú gegnum skóginn, smaug undir lægstu greinarnar og lét þær strjúkast við sig, til að sópa burtu býflugunum. Þegar hann kom þangað, sem blautur mosi varð fyrir honum, velti hann sér og nuddaði rækilega. Rétt á eftir náði hann loks í bráðina, sem hann hafði farið út til að sækja. Feit snípa varð á vegi hans, og tókst hon- um að klófesta hana. Hljóp hann síðan heim í grenið með hana til húsfreyju sinnar. Nokkru síðar, kvöld eitt um sólarlag, stóð refurinn í viðarrunna einum skammt frá heimili sínu og hafði ekki augun af grenismunnanum. Og allt í einu sást á svart trýni og tvö lymsku- leg augu, sem gægðust út úr greninu. Það var tófan, sem var að koma út. Hún litaðist tortryggnislega um, hlustaði, 52 UNGA ISLANP

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.