Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 7
hvort hún yrði vör við maka sínri og hljóp svo allt í einu til hans. En djúpt inni í greninu lágu 3 litlir yrðlingar og sváfu. Þeir urðu að sjá um sig sjálf- ir til morguns, meðan foreldrarnir yrðu á veiðum. Þau læddust gegnum kjarrið, niður að áveitustíflunni upp af enginu. Þar var oft gott til fanga og þau heyrðu tístið í músunum. En þarna var líka annar á músaveið- um. Það var lítill rauðleitur brúði. Hann skauzt áfram, létt og liðlega, og smaug nndir rósarunnana, sem uxu á stíflugarðinum. Augu hans glóðu og hann hremmdi hverja músina á fætur annarri, um leið og hann hraðaði sér áfram. Sumar þeirra komust inn í hol- ur sínar, en þá tróð hann sér inn í þær á eftir þeim og náði í þær þar. Svona hélt hann áfram þangað til hann fann tvær mýs, sem léku sér utan við holu sína. Annari þeirra náði hann strax, en hinni tókst að smjúga inn í holuna og lagðist hjá ungum sínum, sem bæði voru margir og smáir. En ekki hafði músin lengi legið inni, þegar hún heyrði að rándýrið var farið að þrengja sér inn í holuna, og hélt hún, að nú væri sín síðasta stund kom- in. En svo varð allt hljótt um stund. Litlu síðar heyrði músin að óvinurinn tók að skrækja og hvæsa og urga veggi holunnar með klónum. Á þessu gekk um stund, svo kyrrðist aftur. Það, sem gerst hafði, var í stuttu máli Petta: Refirnir höfðu komið að og séð brúðinn vera að þrengja sér inn í músa- holuna. Þeir náðu í skottið á honum, drógu hann út smátt og smátt og gerðu hann hættulausan um leið, með því að litnlesta hann. Þannig tilreiddur gat hann orðið hentugt leikfang fyrir yrð- iingana. Þegar þeir loks slepptu honum, gat hann ekki dregizt áfram, en var þó UNGA ÍSLAND lifandi. Áugu hans glóðii af grímmd og sársauka og hann hvæsti af heift. Refurinn tók hann enn einu sinni milli tannanna og henti honum svo frá sér niður í hálfgróið plógfar. Þar ætl- uðu þau að geyma hann, þangað til þau sneru heim með morgninum. Meðan þessu fór fram, hafði syrt að. Kolsvartir skýjabólstrarnir ultu fram. Úti við sjóndeildarhringinn leiftruðu eldingarnar og veðurhljóð heyrðist á- lengdar. Auðsjáanlega var illviðri í að- sigi. Á laufspildu niður við engið saí héra- móðir með hvolpa sína og nartaði í safarík laufblöðin. Hún var óróleg og þefaði við og við í allar áttir, en hvolp- arnir hugsuðu um það eitt, að ná sér í hressingu úr spenum hennar. Þeir höfðu ekki hugmynd um, að óveður væri í aðsigi. Allt í einu leiftraði fyrsta eldingin. Það var komið svarta myrkur, en eitt augnablik varð glóandi bjart. Héra- móðirin hoppaði skelkuð spölkorn á- fram og ungviðið valt um koll, en komst fljótt á fætur aftur og fylgdi henni eitir. Þegar hún hafði áttað sig, lagði hún af stað niður á engið með hvolpana á eftir sér. (Framh.). Hagalagður . . . Eitthvert sinn, er rætt var um kirkju- sókn, varð manni einum að orði: — Þetta er engin kirkjusókn nú á dögum, móts við það sem áður var. Þá var hver kirkja full á hverjum helgi- degi. Nú verða þær í mesta lagi hálf- fullar á hátíðum, annars alltaf hálf- tómar. 53

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.