Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 8
Ólafur Þ. Ingvarsson: OFEIG LITLA Haustið hafði gjört innreið sína með ögn svalari vindblæ en ella, og blöðin á jurtunum voru orðin bieik og visin. í nótt hafði aðeins stirðnað á pollum og það var húm á jörðunni sem hvarf óðum, þegar sólin byrjaði að skína. — I dag er drungalegur haustdagur, og í dag á að smala hag- ana og reka féð í réttina. Það á að slátra hjá Jóni í Vindheimum á morgun. Og þannig atvikast það, að þrír menn leggja á hestana fyrir norðan túngarðinn. Það eru þeir Jón bóndi, Sighvatur vinnumaður og Björn sonur Jóns. — ,Jæja, piltar, sagði Jón, er þeir voru komnir á bak. — Það mun vera ráð að leggja af stað. — Ó-já, ansaði Sighvatur og fékk sér í nefið. — Er þeir.komu norður fyrir Mógilshólana skildu þeir. Jón fór vestur á mýrarnar, en Sighvatur og Björn inn á holtin. Rétt hjá Staka- rima sá Björn kindina sína. Það var hvít ær, sem hann kallaði Mjallhvít. Hún var með svartri gimbur og það átti að senda hana suður, með hinum lömbunum, daginn eftir. Björn fann einkennilegan trega í hjarta sínu, er hann horfði á litlu gimbrina. Hann rak hópinn áfram, og hjá Fífilbrekku mættust þeir allir aftur. Þeir ráku féð heim. Er þeir ráku inn, ætlaði litla gimbr- in hans Bjössa að hlaupa út úr hópn- um. En Jón greip í hana og henti henni á þakið inn í réttina. Hún var nærri því troðin undir, en Jón greip í hnakkann á henni og reisti hana upp. — Það er naumast, að það gengur mikið á fyrir þér, tautaði hann og bölvaði í hljóði. En Bjössa fannst nú bara, að faðir sinn hefði getað tekið mýkri höndum á gimbrinni sinni, jafnvel þó að hún væri dauðadæmd. Hann hrökk hálf- ónotalega við, er faðir hans hrópaði: — Komdu hérna strákur, sittu ekki þarna eins og fáráðlingur. Þú getur þó alltaf dregið gimbrina þína, Slepptu henni ekki. — Já, anzaði Björn, en í hugan- um óskaði hann sér, að gimbrin hefði ekki fundizt. En það var nú svona, að föður hans fannst það óþarfi, að hann, 10 ára gamall strákanginn, ætti meira en eina kind, og þar við sat. Það tók ekki langan tíma að draga sláturlömbin frá, hinu var sleppt út aftur. Og að eyrum Bjarna barst sár jarmur, svo óumræðilega sár, fannst honum. Hann langaði til að hleypa lambinu sínu út aftur, en hann þorði það ekki, af ótta við, að það kæmist upp. Næsti morgunn rann upp. Það var heiðríkja, og það marraði í frosnum sverðinum, þegar gengið var um. 54 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.