Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 9
Állir voru árla á fótum í Vindheim- um. Það átti að reka snemma af stað. Bjórn litli labbaði með norður að lambhúsinu. Hann vildi vera viðstaddur, er lagt yrði af stað. Hann hleypti út lömb- unum. Svarta gimbrin hans kom fyrst, svo hvert af öðru. Vissulega var hún með fallegustu og stærstu lömbunum! Björn stóð eins og dáleiddur. Hann rankaði við sér, er faðir hans lagði hönd sína á öxl honum: — Jæja, drengur minn, vertu nú sæll, sagði hann. — Vertu sæll, svaraði Bjössi og sneri sér við í áttina að lömbunum. Paðir hans flýtti sér á bak Skjóna sínum og gerði smell með svipunni. ¦— Af stað, sagði hann. Snati gelti °S svo lagði hópurinn af stað. En allt í einu tók Litla-Svört við- bragð og hijóp út úr hópnum. Sig- hvatur ætlaði að komast fyrir hana, en of seint. Hún var þegar komin yfir girðinguna fyrir vestan. — Sighvatur ætlaði sér að hlaupa á eftir henni, en Jón hrópaði: — Láttu hana bara eiga sig. Mig munar ekkert um að fóðra hana í vet- ur úr því svona fór. Bjössi á þá bara tvær kindur næsta vor, ef þessi lifir. Hann veifaði hendinni hlægjandi til sonar síns. Bjössi veifaði á mðti. — Ég ætla að skíra hana Ófeig, og ég ætla sjálfur að gefa henni í vetur, kallaði hann. — Rétt drengur minn, anzaði faðir hans og hvatti hest sinn á eftir hinum dauðadæmdu lömbum, er runnu jarm- andi norður göturnar. En heima á lambhúsveggnum sat Bjössi litli. Hann hló og horfði út á mýrina, þar sem nokkrar kindur voru á beit, og hugsaði með gleði um Ófeig litlu, sem bjargaði lífi sínu á síðustu stundu. Góð barnabók Af öllum barnabókum, er út komu síðastliðið haust, mun óhætt að full- yrða, að fáar eða engin hafi betur upp- fyllt þá tvo höfuðkosti, að vera í senn fróðleg og skemmtileg en. bókin „Uhi 'oftin blá", eftir Sig. Thorlacius skóla- stjóra. Sigurður hefir áður gefið út barna- bókina „Sumardagar"; hlaut sú bók wiklar vinsældir unglinga og að verð- UNGA ÍSLAND \ leikum. „Sumardagar" er sagan um ær- ina og lambið hennar, eitt íslenzkt sum- ar inn á afréttinum. „Um loftin blá" er aftur á móti sagan um blikann og æð- arkolluna, auk þess sem hún bregður upp skýrri og ógleymanlegri mynd úr lífi fuglanna yfirleitt, eitt daglangt sumar og skuggalegan vetur, unz vorar á ný. Unga ísland þorir fullkomlega að mæla með þessari bók. Myndin framan á kápu þessa heftis er fengin að láni úr bókinni og heitir þar „Tindilvængja við hreiðrið sitt". 55

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.