Unga Ísland - 01.04.1941, Side 12

Unga Ísland - 01.04.1941, Side 12
eru víðlendar grassléttur, auðnir og fjöll, en við vatnið skógar og fagui’t um að litast, og dýralífið er þar svo fjöl- skrúðugt, að flestar þær tegundir, sem til eru í Afríku, ala þar aldur sinn. Þegar þau höfðu komið sér vel fyrir, tóku þau tii starfa. Myndirnar áttu að sýna dýrin, eins og þau eru heima hjá sér, þar sem þau lifa sínu eðlilega lífi, sýna lifnaðarhætti þeirra og umhverfið, sem þau lifa í. Sambúð þeirra við dýrin var friðsamleg. Þau drápu dýr aðeins sér til matar, eða þegar þau urðu að verjast árásum þeirra. Þau reyndu að styggja dýrin sem minnst, svo að betur gengi að ná af þeim góðum myndum. Til eru óteljandi sögur af villidýrum, bæði frá Afríku og víðar að. Margar þeirra eru raunar frá veiðimönnum, sem hafa elt dýrin og ofsótt. Þessir menn þekkja ekki dýrin eins og þau eru í raun og veru. Þeir kynnast helzt varn- arhvöt þeirra, og lýsa henni sem grimmd, en vita lítið um beztu eigin- leika þeirra. Svör við spurningum í 1. og 2. tbl. 1. — í brezkum fornritum. 2. — Náttfari (ásamt ambátt eða þræli og ambátt). 3. — Faxa, manni einum, sem var með Hrafna-Flóka. 4. — Hann sagði, þegar hann kom heim úr Islandsferð sinni, að hér á landi drypi smjör af hverju strái. Hann var með Hrafna-Flóka. 5. — Ingólfur Arnarson settist það ár að í Reykjavík. 6. — Jón Ögmundsson. 7. — Á Þingeyri í Húnavatnssýslu. 8. — Þingin voru 13. Þverárþing í Borgarfirði, Þórsnesþing á Snæfells- 58 Dag eftir dag sátu Ámerísku hjónín í leyni inni í runnum eða skýlum, sem fléttuð voru úr tágum og laufsprotum. Myndatökuvélarnar voru stöðugt til- búnar, og ef dýr, sem þau vildu taka mynd af, kom í færi, tóku þau til starfa. Margir metrar af kvikmyndalengjum fóru gegnum vélar þeirra, og myndirn- ar, sem þau tóku, hafa síðan verið sýnd- ar víðsvegar í borgum og bæj um um ail- an heim. Þau höfðu alltaf með sér fá- eina svertingja, sem höfðu þann starfa að bera farangurinn, útbúa skýli og vera viðbúnir til vafnar, ef með þurfti. Ef sjáanlegt var, að eitthvert dýr ætl- aði að ráðast á þau, var fyrst reynt að fæla það á brott með ópum eða öðrum hávaða, ef það dugði ekki, var gripið til skotvopnanna. Skýlin voru oftast reist við vatnsból, því að þangað komu dýrin hópum saman til að drekka. Martin Johnson hefir lýst þessu öllu í bók, sem hann hefir skrifað. (Framh.). nesi, Þorskafjarðarþing á Vestfjörðum, Húnaþing í Húnavatnssýslu, Hegranes- þing í Skagafirði, Valdaþing í Eyja- firði, Þingeyjarþing í Þingeyjarsýslu, Sunnudalsþing og Þingmúlaþing í Múlasýslum, Skaftárþing í Skaftafells- sýslum, Rangárþing í Rangárvallasýslu, Árnesþing í Árnessýslu og Kjalarnes- þing í landnámi Ingólfs Arnarsonar. 9. — Mál, sem dæmd voru á Alþingi til forna, voru dæmd í svonefdum fjórð- ungsdómum. Ef dómendur voru ekki sammála, eyddust málin. Fimmtardómt ur var stofnaður til þess að dæma í slík- um málum. 10. — Heiðarnar norður frá Þingvöll- um. UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.