Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 13
HREIÐRÍÐ.. .. Það var sólbjartur sunnudagsmorg- unn um hásumar. Biskupinn ók sem leið liggur eftir þjóðveginum og ætlaði að vera við messu í sóknarkirkjunni um daginn. Þá sér hann dreng einn, sem stendur yfir kú, sem er að kroppa á skurðbarminum meðfram veginum. Þar verða hjáleigubændurnir að beita gripum sínum, ef þeir vilja að skepn- urnar fái eitthvað í sig. Biskupinn var snemma á ferð og hafði góðan tíma; fór hann því að tala við drenginn til að komast að raun um, hvað hann kynni. — Ætlar þú ekki til kirkju í dag, drengur minn? spyr biskupinn. — Nei, segir drengurinn. — Veizt þú ekki, að biskupinn kem- ur hingað í dag? spyr hann. ¦— Nei, segir drengurinn. — Kannt þú aðjesa? spyr biskupinn. — Nei, segir drengurinn. — Kannt þú þá nokkuð í biblíusög- unum? Veizt þú þá nokkuð um Abra- uam, Isak og Jakob? spyr biskupinn. ¦— Nei, segir drengurinn. — Veizt þú þá alls ekki neitt? segir biskupinn. <; — Jú, segir drengurihn. — Ég veit um hreiður. — Nú, hvar er það? segir biskupinn. — Ja, viltu þá lofa því, að segja hin- um drengjunum ekki frá því? segir drengurinn. — Það skal ég áreiðanlega ekki gera, QNGAÍSLAND segir biskupinn. Þá fór drengurinn yfir að limagirðingu einni þarna nærri, lyfti upp lauf askúf einum og sagði: — Hér er það. — Vertu sæll, drengur minn, sagði biskupinn og ók leiðar sinnar. Drengurinn fór nú heim með kúna og sagði foreldrum sínum, að hann hefði talað við ókunnan mann úti á veginum. Hann hefði sagt sér, að bisk- upinn kæmi í kirkjuna í dag, þá yrði sjálfsagt mikið um dýrðir eg sig lang- aði að fara þangað. Þau leyfðu honum það. Svo var hann þveginn og strokinn, og síðan fór hann af stað til kirkjunn- ar. Kirkjan var troðfull af fólki og þar stóð biskupinn fyrir altarinu og talaði til safnaðarins. Hann kvartaði um fá? fræði unglinganna í þessum söfnuði og vitnaði til reynslu sinnar í þessu efni. — Á leiðinni hingað í þetta guðshús, sagði hann, — rakst ég á dreng, sem vissi alls ekki neitt um það, sem heyrir guðsríki til. Hann vissi ekkert um kirkj- una. Hann vissi ekkert um biskupinn. Hann kunni ekki að lesa. Hann vissi ekkert um Abraham, ísak og Jakob. Og þegar ég að lokum spurði hann, hvort- hann vissi þá alls ekkert, þá svaráði hann: — Jú, ég veit um eitt hreiður. Þegar hér var komið, þaut drengur- inn á fætur og hrópaði: — Viltu halda þér saman. Þú, sém lofaðir að segja hin- um drengjunum ekki frá þessu. ¦S. H. þyddi. 59J

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.