Unga Ísland - 01.04.1941, Qupperneq 14

Unga Ísland - 01.04.1941, Qupperneq 14
'P. ffrncis on: HÓLSÁIN Það var sólfagur vormorgun, seint í apríl. Jóhann bóndi á Hóli stóð úti á hlaði heima hjá sér, með hendurnar í buxna- vösunum og horfði ánægjulega niður á Hólsána. Hún hafði vaxið mikið um nóttina og sprengdi nú hvert klaka- stykkið á fætur öðru upp af sér, bull- aði svo ofan á ísnum, ók með sér klaka- hrönglinu og jós því til og frá í hauga. Sjálf hélt hún áfram óhindruð, kol- mórauð og straumþung veltist hún yf- ir bakkana og engið í kring og ók með sér leir og slýi. Svona hélt hún áfram þennan dag og næstu daga. Eftir viku var hún búin að ná sér fram og dálítið farin að minnka, svo hún rann nú bara eftir sínum gamla farvegi. Enda var nú líka allt að verða autt niður til sveita, en enn var að líta miklar fann- ir til fjallanna, sem hún átti eftir að taka á móti.--------------- Jóhann bóndi gekk um engið og tautaði ánægjulega fyrir munni sér: „Já, hún hefir borið bærilega á núna, blessuð áin. Ekki skyldi mig furða, þó það sprytti bærilega í sumar“. Áin var nú búin að ná sér fram tjl fulls og orðin eins lítil eins og hún átti vanda til, enda var nú maímán- uður langt kominn og sauðburður næstum um garð genginn. — Vinnu- konurnar á Hóli stóðu á bökkum ár- innar, með sína hrífuna hvor þeirra. ,60 Þær hreinsuðu af kappi og settu hrúg- urnar upp í trog, sem þær höfðu með- ferðis og köstuðu svo úr þeim í ána, sem bar síðan þurrar skorpurnar á öldum sínum til sjávar. Það var bezta veður og sólin glamp- aði í heiði. Stúlkurnar voru kátar og fjörugar og spjölluðu um alla heima og geima. Laxinn og silungurinn voru að byrja að koma upp í ána neðan úr djúpum sjávarins og voru nú sem óðast að hrygna. — Eftir nokkurn tíma mátti fara að veiða og þá var nú gaman að lifa — á laxi og silungi, soðnum, nýj- um, signum, söltum og reyktum. — Það kom vatn í munninn á stúlkunum við tilhugsunina eina, og þær urðu enn duglegri en áður, Enn var morgun og enn var gott veður: „Já, þetta var meiri blessuð blíðan“, hugsaði Jóhann. — Hann kom með gamla róðrarbátinn sinn út úr skemmunni, ásamt syni sínum, Halldóri, sem var nú nýorðinn 15 ára. — í bátnum var bæði laxa- og silunga- net. Þeir drógu hann á milli sín, og eftir skamma stund voru þeir komnir ' með hann niður að ánni. Þeir reru honum út á hana og lögðu netin. — Er það var búið settu þeir bátinn á land og löbbuðu heim. Dag- inn eftir fóru þeir og sóttu netin. — Þeir fengu góða veiði, sumt átu þeir UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.