Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 15
sjálfir, en meiri hlutann seldu þeir bæði reykt og nýtt.-------------------- Sumarið var liðið og komið fram undir jól. Halldór hafði skroppið til næsta bæjar. Veður var bjart, en bakki í norðrinu. — Snjór var á jörðu og gekk Dóri á skíðum. Hann tafði í bænum og fór að spila við fólkið og skemmti sér vel, þar til fór áð rökkva. Þá lagði hann af stað heim. — Var þá farið að hvessa og byrjað að hríða; jók svo hríðina og veðrið, þar til hann sá ekki út frá augunum. Héljt hann isamt áframj, 'en brátt versnaði svo skíðafærið, að hann varð að skilja skíðin við sig og gekk hon- um nú ferðin mjög seint, en hann þurfti að kafa, því snjórinn var mikill fyrir og jókst með hverri stundinni sem leið, enda vissi hann nú ekki vel, hvar hann var, en þó hélt hann áfram, hann vissi ekki hvað lengi. — En allt í einu kom það voðalega fyrir. Eitt- hvað brast undir fótum hans og hann sökk. — Hann fann ískalt vatnið lykj- ast um sig, en svo fann hann eitthvað hart undir fótunum. — Hann spyrnti sér eins fast niður og hann gat, og fann hríðina aftur lemjast í höfuð sér. —¦ Hann fálmaði út í loftið og fann skörina; náði hann taki á henni, en begar minnst varði, brotnaði hún. En rétt í sömu svifum náði hann með hinni hendinni annars staðar í hana, og von bráðar náði hann taki með báðum höndum. Ög með miklum erfiðismun- um tókst honum að komast upp á þurrt la'nd. En þar með var ekki öllu lokið. — Frostið var mikið og föt hans blaut, svo ekki leið á löngu þar til þau stokk- frusu. — Varð honum þá erfitt um gang, og varð hann að lokum að taka það óyndis úrræði að grafa sig í fönn. — Brátt sótti á hann svo mikill svefn að án þess hann vissi af sofnaði hann. Ekki vissi hann, hvað hann svaf lengi, en er hann vaknaði, fann hann til ó- notalegs kulda. Tók hann þá að reyna að grafa sig úr fönninni. — Gekk^pað mjög erfiðlega, því föt hans voru stokkfrosin og gat hann því lítið hreyft liðamótin. En að lokum komst hann samt upp. Var þá veðrinu slotað og sólin komin á loft. Halldór fór nú að litast um. — Sér til mikillar undrunar sá hann bæ skammt f rá sér — og var það sem hon un sýndist. Bærinn heima: Hóll! Og nú sá hann mann koma hlaupandi heiman. Svo féll hann í sríjóinn og vissi ekki meira. En pabbi tók dtenginn sinn í fang- ið og bar hann heim. SPURNINGAR eftir 14 ára Norðfirðing 1. Hvaða búsáhald verður að kven- ttiannsnafni, ef fyrsta staf þess er sleppt? 2. Hvaða karlmannsnafn verður að heiti á málmi, ef fyrsta stafnum er sleppt? 3. Hvaða ílát verður að hluta af kúnni, ef breytt er um fyrsta staf ? X 4. Hvaða fuglsnafn verður að smá- bát, ef breytt er um fyrsta staf ? UNGA ÍSLAND 61

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.