Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.04.1941, Blaðsíða 16
Nokkur ártöl úr sögu fluglistarinnar Snemma á miðöldum voru gerðar til- raunir með flugdreka, sem lyftust af heitu lofti. —• Fyrst í Kína, seinna í Norðurálfunni. Um árið 1500 gerði ítalski listamað- urinn, Leonardo de Vinci tilraunir með svifflug. 1782 smíðuðu bræðurnir Montgolfiére loftbelg, sem fylltur var heitu lofti. 1783, 27. ágúst, hóf sig til flugs fyrsti loftbelgurinn, sem fylltur var með vatnsefni. Sá hét Ch'arliére, sem það fann upp. 1851 smíðaði H. Gifforl í Frakklandi fyrsta loftskipið, sem hægt var að stýra. 1883 smíðar Þjóðverjinn G. Daimler fyrsta nothæfa bensínmótorinn, en á honum byggist öll flugtækni nútímans. 1891 gerir Þjóðverjinn 0. Lilienthal brautryðjandi tilraunir með svifflug. 1900. Fyrsta Zeppiln-loftfarið lyftist frá jörðu, 2. júlí. 1903. Bræðurnir Wright í Bandaríkj- unum fljúga í vél, sem er þyngri en loft- ið og knúð er með mótor. 1908. Daninn J. C. Ellehammer vinn- ur fyrstu verðl. í Kiel á flugmóti, fyrir flug sem stóð í eina mínútu. 1909 Lous Bleriot í Frakkl. flýgur yf- ir Ermarsund og verður heimsfrægur fyrir. 1910 Daninn Robert Svendsen flýgur yfir Erarsund. 1910 H. Junckers, Þýzkal., smíðar fyrstu flugvélina, sem er eingöngu úr málmi. 1913 J. Sikorsky smíðar vél með fjór- um hreyflum. 1920 Fyrsta verulega svifflugið, við Rhön í Þýzkalandi. 1930 Stærsta flugvél heimsins smíðuð í Þýzkalandi, með 12 hreyflum, sem framleiða 7 þús. hestöfl; vængjahaf 48 m. og rúm fyrir 70 farþega. 1932 Farið að nota Dieselmotora í flugvélar og loftskip. FLUGMET: Mesti hraði: Agello, ítalskur, 709,209 km. á klukkustund. Mesta hæð: Mario Pezzi, ítalskur, 17,074 m., 22. okt. 1938. Lengsta leið í einum áfanga: í nóv- emberbyrjun 1938 flugu tvær enskar sprengjuflugvélar í einum áfanga frá Egyptalandi til Ástralíu, 11,459 km. .. SVIFFLUGMET: Hæðst hefir komizt Þjóðverjinn Kapt. Di-eckel: 8,100 m., 7. ág. 1938. Lengst flaug Rússinn Victor Rastorguyev, frá Moskva til Jarygensharyu, 652 km. í loftinu. Það var 27. maí 1937. Lengst gat haldið sér á lofti Þjóðverjinn Ernst Jachtmann í 40 klukkustundir 55 mín., sumarið 1936, yfir eyjunni Sild. Kvennametin eiga Hanna Reiteh, þýzk, 350 km. og Teodora Schmit, einn- ig þýzk, 23 kl.st. 42 mín. — Þess ber UNGA ÍSLAND 62

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.