Unga Ísland - 01.04.1941, Page 17

Unga Ísland - 01.04.1941, Page 17
Heilsan er fyrir öllu Eitt af því nauðsynlegasta, sem ungir menn iðka í frístundum eru í- þróttir. Þær eru það þarfasta sem nokkur maður iðkar heilsu sinni og líkama til hreysti. Ef það væri aðalá- hugamál hvers unglings að stunda í- þróttir í æsku, mundu ábyggilega vaxa upp fleiri og fjölhæfari íþrótta- menn en enn sem komið er. Sumir unglingar setja sér það takmark efst í huga, þegar þeir byrja á að iðka íþróttir, að setja síðar met á íþrótta- ftiótum, en fyrst og fremst á ungling- urinn að stunda þær sjálfum sér til skemmtunar og hreysti, og svo koma uietin á eftir, eftir því hvernig hann er upplagður til þeirra hluta. Gagn- legustu íþróttina tel ég vafalaust sundið, og ætti hver unglingur að læra sund í æsku, og hversu sviplegt er bað ekki þegar menn drukkna upp við landsteinana vegna þess, að þeir kunna ekki þá fljótlærðu og einföldu aðferð, að synda, en sem betui fer, fer þeim alltaf fjölgandi sem læra það. En nú eru til margar sveitir á landinu, sem ekki eru til sundlaugar h og verða því unglingarnir að fara uð geta, að tölur þessar eru ekki nýjar, teknar haustið 1938, svo sennilega hefir síðar náðst betri árangur í hinum ýmsu greinum fluglistarinnar. H. B. eitthvað úr sinni eigin sveit til að læra sund, það kostar ekki nema eins * og mánaðai'tíma og þar af leiðahdi litla peninga að læra það, svo _það ætti að vera flestum foreldrum kleift að kosta börn sín til sundnáms. Þar sem strjálbýlt er í sveitum, er erfitt fyrir piltana að koma saman á vetrum til íþróttaæfinga, en það get- ur hver og einn bæt.t úr þessu með því að æfa sig í frístundum sínum á sumr- in, og svo getur hann ef til vill haft betra tækifæri seinna til íþróttaiðk- ana. Þið ungu piltar landsins, stundið í- þróttir heilsu ykkar og líkama til hreysti og styrktar. Allt ykkar iíf er undir heilsunni komið og hún er fram- ar öllu öðru. Hjalti í. Jóhannssony Skriðufelli, Þjórsárdal. Ráðningar á nafnagátum næst síðasta tölblaðs 1. Argentína. 2. Missisippi. 3. Stokkhólmur. 4. Tóledó. 5. Englaná. 6. Reykir í Hrútafirði. 7. Danmörk. 8. Akureyfi. Mælifell. Borgin er Amsterdam, UNGA ísland 63

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.