Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 3
UN5R Í5LRNQ XXXVI. ÁRQ. 5. HEFTI MAÍ 1941 'SLENZK NÚTÍMALJÓÐSKÁLD XIII. Sigurjón Friðjónsson Sigurjón er fæddur að Sílalæk í Aðal- dal í Suður-Þingeyjarsýslu 22. sept. 1867. Foreldrar hans voru þau Friðjón Jónsson, síðar bóndi á Sandi og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Synir þeirra hjóna, en bræður Sigurjóns, eru landskunnir og þó einkum Guðmundur skáld og bóndi að Sandi. Er mynd af Guðm. ásamt grein um hann í jólablaði Unga Islands 1939. Sigurjón missti wóður sína ungur, en ólst upp með föð- Ur sínum og fluttist með honum að Sandi 1874. Gekk í búnaðarskólann á Eiðum 1885 og útskrifaðist þaðan 1887. Kvæntist árið 1892, Kristínu Jónsdótt- ur, og reisti bú að Sandi. Bjó hann þar íyrst á móti föður sínum, en seinna móti Guðmundi bróður sínum. Árið 1906 fluttist Sigurjón að Einarsstöðum í ^eykjadal og bjó þar þar til vorið 1913, að hann fluttist að Litlu Laugum í sömu sveiít. Þar hefir hann búið síðan. Trúnaðarstörf fyrir sveit sína hafa UNGA ÍSLAND Sigurjóni mörg verið falin, svo sem odd- vita og sýslunefndarstörf. Þá hefir hann og verið í stjórn Kaupfélags Þingeyinga og endurskoðandi reikninga sama félags um langt skeið. Alþingismaður var hann frá 1918—1922. Hér eru hvergi nærri öll þau trúnaðarstörf talin, sem Sigur- jóni hafa verið falin og þegar þess er gætt, og svo hins, að hann hafði lengi fyrir þungu heimili að sjá, en hann og kona hans áttu 12 börn, gæti svo virzt, sem það væri ærið lífsstarf hverjum meðalmanni. Kunnastur er þó Sigurjón fyrir ljóð sín og fyrir þau mun nafn hans lengst í minnum haft. Sigurjón hefir ort mikið og eru flest kvæði hans mjög ómþýð og ljóðræn og mörg með ágætum. Hættir og form ljóða hans eru og miklu fjöl^ breyttari en títt var hjá flestum þeim ísl. skáldum, er ljóð kváðu á byrjun þessarar aldar, og sem nú eru ýmist hnigin í valinn eða komin á efri ár. Fer 65

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.