Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 5
P. Bangsgaard: íbúar heiðarinnar Þýtt hefir Sigurður Helgason Þarna niður á enginu var stór kálfa- hópur á beit. Þeir voru líka hræddir við atgang höfuðskepnanna, hópuðust sam- an, sneru undan veðrinu og lögðu af stað þvert yfir engið til þess að leita sér afdreps. Þá leiftraði önnur elding. Héramóðirin hljóp niður í grasivax- inn skorning og litaðist um. Hver eld- ingin rak aðra, svo að bjart varð um- hverfis og hún kom auga á refina þar skammt frá. Karldýrið stefndi beint á bau, þar sem þau kúrðu í skorningnum, en tófan var á leiðinni framhjá og virt- !st ætla að koma að þeim f rá hinni hlið- mni. Auðsjáanlega höfðu refirnar orð- Jð héranna varir. Nú var ekki til setunnar boðið. Héra- móðirin tók til fótanna yfir engið í sömu att og kálfarnir, og fór samhliða þeim. Hún skreið meira en hún hljóp ,og hvolparnir trítluðu í einum hóp á eftir henni. En hvernig gat hún bjargað sér Ur þessum vanda? Þrumur heyrðust nú iTieð eldingunum og það herti á hvolp- urium, svo að þeir héldu áfram eins og Þeir gátu. Eftir stundarkorn vogaði hér,amóðir- 111 að líta við. Hún skrækti af hræðslu. ^efirnir voru á hælum þeirra. Flóttinn virtist vonlaus. En í sama bili hættu eldingarnar og niðamyrkur skall á, °g héramóðirin hljóp með alla hvolp- ana á eftir sér inn í kálfahópinn. Þetta mátti ekki seinna vera. Refirn- UNGA ÍSLAND ir hættu sér ekki nær, og þefurinn af kálfunum var svo sterkur, að þeir vissu ekki nákvæmlega, hvar hérarnir voru, en komu samt í humáttina á eftir hópn- um. Héramóðirin vissi, að hún var ekki sloppin enn. Fyrst um sinn gekk þetta samt vel. Kálfarnir héldu hópinn og það var hægur vandi fyrir hana og hvolpana að sneiða fram hjá þungstíg- um fótum þeirra. En smátt og smátt hertu þeir á sér og allt í einu tók allúr hóþurinn til fótanna og hljóp allt hvað af tók í myrkrinu. Hérarnir hlupu með inni í kálfaþvögunni, og með því að fara jafnhratt kálfunum, komust þeir hjá því að verða troðnir undir. — En hvernig áttu þeir að sleppa úr umsátri refanna? Þeir voru enn á eftir hópnum, og atvikin komu hérunum til hjálpar. Maður nokkur gekk eftir veginum, sem lá yfir engið. Hann fór hægt og gætilega í myrkrinu og allt í einu heyrði hann þungan nið álengdar og stað- næmdist. Var járnbrautarlestin að koma? Það gat nú samt ekki verið, því að hljóðið kom úr þveröfugri átt. Hann lýndi út í myrkrið, en sá ekkert og hljóðið óx og magnaðist. Þegar hann hélt áfram, þreifaði hann fyrir sér með fætinum, til þess að lenda ekki út í skurðinn meðfram veginum. Hljóðið varð að samfelldum dunum og færðist nær og nær. Maðurinn nam 67

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.