Unga Ísland - 01.05.1941, Page 6

Unga Ísland - 01.05.1941, Page 6
staðar og hlustaði. Var vatnsflóð á ferð- inni, eða hvað gat þetta verið? Hroll- ur fór um hann. Nú virtist þetta vera miög nærri. Hann settist á skurðbarm- inn og beið örlaga sinna. Á næsta augnabliki bjóst hann við, að þetta kæmi yfir sig, hvað sem það væri. Vegurinn og skurðbarmurinn titruðu eins og í jarðskjálfta. — En allt í einu varð allt kyrrt og hljótt. Titringur jarðarinnar minnkaði smám saman og hvarf loks algjörlega. Maðurinn reis á fætur, hlustaði og heyrði nú ekkert óvenjulegt. Hann skildi ekkert í þessu. Svo flaug honum í hug að fara yfir á engið til þess að vita, hvort hann yrði ekki einhvers vísari. Hann steig yfir skurðinn, rakst þar á girðingarstaur, en þegar hann teygði höndina inn fyrir girðinguna, þá varð eitthvað mjúkt og blautt fyrir hori- um. Honum varð hverft við og kippti að- sér hendinni, og allt í einu mundi hann eftir vasaljósinu, sem hann hafði með sér. Hann tók það nú upp, lýsti fram undan, og þá sá hann kálfahóp- Jnn meðfram girðingunni, haus við riaus og skrokk við skrokk. Þeir teygðu allir fram hausana og einblíndu á mann- inn, heitir og sveittir eftir hlaupin og blautir af regninu. Nú skildi maðurinn, hvernig á þess- um undrum hafði staðið. Hundruð hálf- vaxinna kálfa, sem hlaupa í spretti, geta látið til sín heyra. Og þegar þeir komu að girðingunni, höfðu þeir num- ið staðar. Héramóðirin var í hópnum með hvolpa sína og refirnir á næstu grösum. Þegar hún sá manninn og ljós- íð, varð henni ekki um sel. En maður- inn gaf henni engan gaum, og herti iiún því upp hugann og hljóp yfir skurð- inn, með hvolpana á eftir sér og niður á engið hinum megin við veginn. Refa- hjónin urðu ennþá skelkaðri. Þau höfðu verið svo áköf við eftirförina, að þau gættu einskis annars, og þegar þau sáu allt í einu ljósið og manninn ekki stein- snar frá sér, þá kærðu þau sig ekki um að dvelja lengur á þessum slóðum, sneru brott hið skjótasta og þutu út í myrkr- ið. * Þetta sama kvöld komst Skuggi í ævin- týri. Jens var sendur út til þess að gá að hestum, sem voru tjóðraðir úti á enginu niður við ána. Skuggi fór með honum og var hinn kátasti. Meðan Jens beizlaði hestana, snuðraði Skuggi með- fram sefinu við árbakkann. Þrumuveðr- ið var nú liðið hjá og lítið eitt rofaði til stundarkorn, því að tunglið skein inni á milli biksvartra skýjabólstranna. Allt í einu varð Skuggi var við eitthvað grunsamlegt úti í sefinu. Hárin risu á hausnum á honum, hann urraði, fitjaði upp á trýnið og gelti allt hvað af tók. Jeris vildi fá hann til að hætta þessu, og kallaði á hann, en hundurinn gengdi því ekki. Þá fór Jens á bak og reið út á árbakkann til að grennslast eftir, hvað hann sæi. Þá kom allt í einu stór og þrekinn greifingi út úr sefinu og Skuggi á eftir honum. Hundurinn lét öllum illum lát- um, en greifinginn hafði verið niður við ána til að fá sér að drekka og kærði sig ekkert um að lenda í áflogum, því að hann var í friðsamlegu skapi. E:i þegar Skuggi sá, að Jens var svona nærri, óx hugrekki hans og margfald- aðist, og gerðist hann svo djarfur að glepsa í afturfæturna á greifingjanum. Hann missti þá þolinmæðina, sneri á móti hundinum og gerði sig líklegan til að ráðast á hann. Jens sá hvað verða vildi og þóttist vita, að hér hefði Skuggi færzt of mik- ið í fang. Hann kallaði aftur á hann, 68 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.