Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 7
en allt fór á sömu leið. Skuggi hugsaði ekki um annað en bardagann, sem var að hefjast. Greifinginn stökk fram, bungur og stirður og urðu nú skjót um- skipti. Hann velti hundinum um koll eins og ekkert væri, tróð hann niður með löppunum, beit skoltunum utan um hnakkann á honum og hristi hann og skók. Skuggi gat enga björg sér veitt. Fyrst reyndi han'n að bíta frá sér, en svo kunni hann ekki annað ráð en að væla og skrækja aumkunarlega, en greifinginn var orðinn gramur og herti á takinu því verr, sem hundurinn bar sig. Skuggi þurfti auðsjáanlega hjálpar VÍð. Fyrst reyndi Jens að skjóta greif- mgjanum skelk í bringu, með því að ríða fast að honum, en hann hörfaði undan fótum hestanna og hélt áfram að kvelja veslings hundinn. Þá fór hann af baki, tók af sér annan tréskóinn og lamdi S^eifingjann í hausinn af öllum kröft- Urn. Hann þurfti að lemja aftur og aft- Ur, en loks sleppti greifinginn hundin- Urn, vingsaði hausnum af sársauka og Wjóp aftur niður í sefið. — Skuggi ýlfraði af gleði og feginleik, skreið að fotum drengsins og var ekkert nema auðmýktin eftir útreiðina, sem hann hafði orðið fyrir. En Jens tók hann í fangið, steig á bak og reið burtu á harða stökki. » Regnið var byrjað aftur, tunglið var horfið bak við skýjabólstrána, og Skuggi húkti eymdarlegur á svip fyrir framan Jens á hestinum. Nú vissi hann, hvern- JS það var, að ráðast á greifingja, og Það var engin hætta á, að hann langaði txl að reyna það aftur. . Morgun einn um sumarið stóð refur- mn í sefinu við vatnsbakkann í vog ein- Um og fiskaði. Smáfiskar syntu í torf- Unga ísland um milli stráanna, og ef þeir hættu sér upp undir yfirborðið svo nærri refnum, að hann gat náð til þeirra, mátti eiga það víst, að honum tækist að klófesta þá. Hann var svo áhugasamur við þessa iðju sína, að hann veitti ekki athygli manni, sem læðzt hafði út á vatnsbakk- ann og stóð þar nú og virti hann fyrir sér og veiðiaðferð hans með furðusvip. En maðurinn var ekkert að fela sig, enda varð refurinn hans var, lagðist til sunds yfir voginn og skreið upp á bakk- ann hinum megin. Skammt frá var rúg- akur; þangað fór refurinn og laggðist þar fyrir til að hvíla sig, en áður en hann 'tæki á sig náðir, rannsakaði hann samt umhverfið, til þess að ganga úr skugga um, að öllu væri óhætt. Bær var þarna nálægt. Refurinn þefaði og hlust- aði, en enginn hætta virtist vera á ferð- um. Hann varð ekki einu sinni var við hund, og vissi hann þó af reynslunni, að búast mátti við þeirri skepnu í ná- grenni við alla bæi. Hann sofnaði nú ró- legur og vaknaði við það nokkru síðar, að hænsnahópur vaf kominn út í akur- "öndina. Kvökuðu hænurnar hver við i.,ðfa, eins og þær væru að spjalla sam- &n og áttu sér einskis ills von. Sumar hænufnar kröfsuðu í mold- inni og leituðu að ormum, en aðrar lágu og rótuðu henni yfir sig, eins og hænsra 'e'r siður. En refurinn sperrti eyrun og slcikti út um. Hér þótti honum bera vel í veiði og stóð á fætur. - Hann læddist nú meðfram akurrönd- inni, svo að lítið bar á, því að rúgstrá- in voru há og skyggðu á hann, qg allt í einu hentist hann inn í miðjan hænsna- hópinn. Hænurnar tvístruðust hver í sína áttina, en eina náði hann í. Hún skrækti einu sinni hátt og angistarlega, en á næsta augnabliki var hún dauð, og refurinn laumaðist með bráðina inn 69

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.