Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 8
á akurinn og tók til matar síns. Næsta dag kom hann aftur á sömu slóðir og aftur tókst honum að ná sér í hænu. Syona gekk þetta nokkra daga. Refurinn lifði sældarlífi, en slíkt á sér jafnan skjótan enda. Húsmóðirin veitti því athygli, að hænunum hennar var tekið að fækka, fékk grun um, hvernig á því stæði og lét hænsnin ekki fara út úr girðingunni. Refurinn beið árang- urslaust úti í akurröndinni, en engin hæna kom í færi við hann. En hann var nú orðinn svo sólginn í hænsnakjötið, að hann undi því illa. Fór hann þá að reyna annars staðar bg tókst við og við að ná sér í eina og eina hænu. Varð hann nú smám saman djarfari og á- gengari. Á þessum ferðum sínum sá hann eitt sinn fimm stórar, ljóslitar gæsir. Hann vissi, að gæsakjöt er góður matur og langaði í þær. Næstu daga hafði hann augu með þeim við og við. — Þeim var alltaf hleypt út úr byrgi sínu á dag- inn og látnar fara út á ána til að synda, en lítill drengur, sem hét Óli, gætti þeirra. Oft lá refurinn lengi og mændi á þær úr fylgsni sínu, og augu hans loguðu af matarlyst, og oft var hann kominn á fremsta hlunn með að ráðast á þær, en það aftraði honum að vita af drengnum á næstu grösum. — Smám saman varð honjum mjög illa við þennan dreng. Ef Óli hefði séð ref- inn í fylgsni sínu, séð grimmdarleg, tindrandi augu hans, og hvernig hann fitjaði upp á trýnið og opnaði kjaft- inn, þegar hann lét smella í keyrinu, eða hottaði á þær, þegar hann rak þær á undan sér meðfram ánni, þá hefði Óli áreiðanlega ekki verið eins eins kátur og hann var. Eina nótt var helli rigning. Áin flæddi yfir bakka sína og fór yfir lægsta hluta engjanna næst árbökkunum. — Morguninn eftir, þegar stytt var upp, var Óla skipað að fara út með gæsirn- ar og lofa þeim að synda stundarkorn. Jafnframt var hann minntur á, að gæta þeirra vel og láta þær ekki fara langt. og lofaði Óli öllu góðu um þetta. Framh. TIL (1AMANS Kaupmaðurinn: Ert þú ekki sami drengurinn og sá, sem sótti um sendi- sveinsstöðuna í fyrradag, og ég sagði þá að ég þyrfti eldri dreng? Drengurinn: Já, nú er ég orðinn eldri. Austfirðingur nokkur, er hafði heyrt af því látið, hve Esjan væri fallegt fjall, komst svo að orði, er hann sá hana: — Er þetta nú Esjan? Svonalagað köllum við nú þúfu á Austfjörðum. Sveinn litli var að baða sig. Móður hans fannst hann hafa verið nokkuð fljótur og spurði: — Þvoðirðu þér nú líka í framan? Sveinn: Ég þvoði mér í framan í morgun, og síðan hef ég ekkert brúkað andlitið. Konan: Hvernig stendur á því, að þú ert að slæpast úti svona langt fram á nótt? Maðurinn: Já, en góða mín, heldurðu að það væri ekki orðið eins framorðið núna, þó að ég hefði komið snemma heim? 70 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.