Unga Ísland - 01.05.1941, Side 9

Unga Ísland - 01.05.1941, Side 9
Sigurður fielgason: Frá meginlandinu myrka Dýrin vöktu margvíslegar hugmynd- ir hjá Martin Johnson, og kemur það ljóslega fram í bók hans. Hann lær5i að þekkja þau, ekki aðeins tegundirn- ar hverja frá annari, það var minnst- ur vandinn, heldur einnig lifnaðar- hætti þeirra, skapsmuni og sálarlíf, og jafnvel einstök dýr, eins og við þekkj- um mennina, sem við umgöngumst dag- lega. Oft voru það sömu hóparnir, sem hann sá dag eftir dag. Einatt leið lang- ur tími, sem hann varð að bíða að- gjörðalaus, ef sviðið fram undan myndatökuvélinni hélzt óbreytt, eða ef það var líkt því, sem áður var búið að taka myndir af. Stundum var. birtan hka þannig, að ekki var hægt að starfa. En þessir biðtímar urðu drýgstir til að auka þekkingu hans á lífi dýranna. Hér fara á eftir nokkrar smágreinar, sem hann skrifaði um dýrin, og nú skul- ið þið fá að heyra, hvernig þau komu honum fyrir sjónir. Hann segir svo: Dýrin minna a mennina. Eiginleikar þeirra og skapgerð minna á mannlega eiginleika og mannlega skapgerð. Úlf- uldinn minnir á gamla geðvonda kerl- ingu, fíllinn á lærðan og teprulegan heldri mann, gíraffinn göfugan aðals- niann, ljónið á æfðan íþróttamann, sebradýrið á hálfgerðan óþokka, strút- UNGA ÍSLAND urinn harðstjóra og hlébarðinn glæpa- • mann. Ég man eftir gömlum úlfalda, sem við höfðum með okkur í leiðangr- inum. Hann var farinn að eldast, en heilsan var góð og við fórum vel með hann, samt var það venja hans að byrja daginn með miklum harma kveinum. Þegar hann var að jórtra stundi hann eymdarlega og lét, sem sér lægi við köfnun af mæði. Þegar svertinginn gyrti á honum reiðinginn á morgnana, reyndi hann alltaf að bíta, en þegar það dugði ekki, stundi hann, eins og hann liði dauðans þjáningar. Hinir úlf- aldarnir veinuðu líka hver í kapp við annan, og fylgdu dæmi hans í því. Það var eins og dýrin segðu hvert við ann- að: — Þetta er nú meira hundalífið! — Skárri eru það baggarnir, sen þeir láta á okkur! — Ó, ó! Bakið á mér! Bakið á mév! Skelfing er mér illt í kryppunni! — Við verðum sjálfsagt látnir ganga óra veg í dag. — Æ, já. Skelfing er heitt. — Æ, æ, æ! Þá var ljónið eitthvað skemmtilegra. Við fundum eitt sinn lítinn dal, þar sem þau lifðu í friði. Þar sá ég í fyrsta sinni, hvernig ljónin eru gerð í raun og veru. 71

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.