Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 10
Afríku-strútur. Þau voru ellefu í hóp, móktu í grasinu og stundu af hita. Gamalt karldýr lá og velti sér um hrygg, þegar >við nálg- uðumst hægt og hægt, og tókum stöð- ugt myndir. Ég hélt,\að þau myndu annað hvort ráðast á oklcur eða flýja, en þau gerðu hvorugt. Við staðnæmdumst fáein fót- mál frá fallegu, gömlu ljóni. Það lyfti höfðinu og horfði háðslega á okkur, eins og það vildi segja: — Þið eruð skrítnir fuglar, en það er allt of heitt til þess að skoða ykkur betur og ég er þar að auki ekki matarþurfi. Allt í einu kom kvenljón út úr kjarr- inu í grendinni, gekk til félaga sinna og vakti þá hvern af öðrum, með því að dangla glettnislega í þá með annarri framlöppinni. Þau virtust verða hálf gröm og líta á þetta sem óviðeigandi frekju, en slógu þó ekki til hennar aftur. Eitt þeirra reis á fætur og gekk burtu hægt og virðulega, eins og það þyrfti að ljúka mikilsverðu starfi. Ekki var að sjá, að' það veitti okkur nokkra at- hygli, þó er ég viss um, að ekkert ann- að en við hefir komist að í huga þess. Ljóninu er full alvara með allt, sem það gerir. Þegar það er hungrað, fer það beint þangað, sem veiði er að fá, leitar uppi gíraffahóp eða sebradýr og velur sér eitt dýrið að bráð. Það drep- ur fljótt og hreinlega og étur strax nægju sína. í bardaga er það hraust og þolgott, og ekki vantar það hugrekki til að mæta margföldu ofurefli. Það legg- ur aldrei á flótta, eftir að á hólminn er komið, hvernig sem á stendur, þó að því sé bráður bani búinn og hæg leið til undankomu. Það berst með hugprýði, þangað til það fellur eða sigrar. Hýenan er gerólík ljóninu. Hún er laumuleg og full af undirferli, en bæði huglaus og grinim, og viðbjóðsleg. Stundum læðast þær að varnarlausum geitum og bíta sundur hásinar eins margra og þær geta. Þetta gera þær til þess að hafa ánægjuna af að limlesta þær og kvelja. Við vatnsbólið sjást þær oft hryggbrjóta dýr, sem eru minni- máttar og láta þau svo liggja og bíða dauðans, sem miskunnar sig yfir þau eftir miklar þjáningar. Oft liggur hún í leyni inni í runnum og ræðst á ung- viði, sem fer fram hjá. Þetta hefir hún sér til skennntunar, en hún drepur ekki af því, að hún sé soltin. Hún er í eðli sínu huglaus og undirförull morðingi. Ljón. U N G A ÍSLAND 72'

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.