Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 11
Úlfaldi. Móðir með afkvæmi. Göngulag hýenunnar er fádæma ljótt, og er vaxtarlag hehnar orsök þess. Framfæturnir á henni eru mikið lengri en afturfæturnir. 1 tunglsljósi á nótt- unni standa þær oft í hópum, urrandi og vælandi að tunglinu. Ef menn taka vel eftir heyrist, að einkennileg tilbreyt- ing er í óhljóðum þeirra. Stundum eru þau grimmdarlegt urr, stundum eymd- arlegt væl og á milli heyrist þessi hý- enuhlátur, sem oft er talað um, og þyk- ir vera svo draugalega ömurlegur, að hrollur fer um hraustustu menn. Strúturinn er piltur, sem finnur til sín. Hann hefir á sér heldra snið og höfðingja brag. Hann er mjög hátíð- •legur í göngulagi, en það stafar líklega mest af því, hvað hann er stirður. Karl- fuglinn er eins og pjattaður heldri mað- ur, og kvenfuglinn ekki hótinu betri. Hún er einlægt að laga á sér fjaðrirn- ar, tylla sér á tá og baða vængjastúf- unum. Hún minnir á tilgerðarlega gamla frú, sem rís upp úr stólnum sínum, lag- ar fötin sín og sezt svo aftur, merkileg á svip. En fá dýr eru varari um sig en strúturinn og fljótari að bjarga sér undan, ef hætta er á ferðum, og önnur dýr virðast vera hrædd við hann. Ekki veit ég með vissu, hvernig á því stend- UNGA ÍSLAND ur, en áreiðanlega gæti hann sparkað rækilega frá sér, ef til kæmi. Ég hefi oft séð stóran hóp af sebradýrum og gíröffum víkja til hliðar, svo að þessi háfætti og hátíðlegi fugl kæmist leiðar sinnar. En strútur, sem allt í einu hrapar úr hæðum sinnar virðulegu persónu, er eitt af því kátlegasta, sem ber fyrir augu. Hér er eitt dæmi þess: Við voriim á leið- inni milli Nairobi og Paradísarvatnsins og fórum hægt,- því að vegirnir voru blautir eftir langvarandi rigningar. Allt í einu sáum við strútahóp gægjast út á milli trjánna í lundi einum. Hefir þeim sjálfsagt þótt við vera skrítnir ná- ungar, enda varð forvitnin gætninni yfirsterkari og fóru þeir að' hlaupa þvert yfir leið okkar skammt fyrir framan okkur. Djúpir forarpyttir voru sinn hvorum megin við troðningin, sem við ókum eftír. Fyrsta fuglinum tókst að komast klaklaust yfir, en sá næsti hrasaði og datt í einn pyttinn. Svo komu fleiri á eftir og sumir þeirra festu sig í forinni. Þar skræktu þeir, böðuðu vængjunum, brutust um og voru alveg lausir við að vera virðulegir. Og það var hálf kaldhæðnislegt að sjá' þetta lítillækkaða strútastolt. Framh. Bústaður Johnsons-hjónanna við Paradísar-vatnið. 78

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.