Unga Ísland - 01.05.1941, Side 12

Unga Ísland - 01.05.1941, Side 12
Skúli Þorsteinsson: Hörður og Hrefna Hörður litli á Grund gekk upp hlíð- ina fyrir ofan bæinn. Hrefna, svarta fjártíkin hans, labbaði léttilega á eftir honum. Þau voru bæði í góðu skapi. Þetta var snemma vetrar að morgni dags. Veður var fagurt, heiðblár him- inn og blæjalogn, en nokkuð kalt. Snjór var fallinn niður í miðjar hlíðar, en fjöllin sjálf voru dökk á brún og brá. Ásjóna umhverfisins var ekki óhk svertingja með prestakraga, himinninn hvelfing hinnar miklu kirkju, en hafið fótskör „prédikarans“. Sólin var enn ekki komin upp. Hörður litli var aðeins 14 ára. Hann var nú á leið í kaupstaðinn — til næsta fjarðar. Hann ætlaði að finna afa sinn, sem þar bjó. Einnig hafði hann önnur erindi, bæði að heiman og fyrir fólkið á næstu bæjum. Hörður var vel búinn, í hlýjum íslenzkum fötum. Stóran brodd- staf bar hann í hendi og poka á baki. Sterklegir mannbroddar voru bundnir við stafinn. 1 pokanum voru þurrir sokkar, nesti, nokkur bréf o. fl. Pok- inn var ekki þungur, en ef allt gengi að óskum, var ekki ólíklegt að í honum kenndi margra grasa á heimleiðinni. Hörður gekk hægt og rólega fyrsta . áfangann. Hann vissi, af gamalli reynslu, og eftir sögn sér eldri, að það var ekki skynsamlegt að þreyta sig um of á fyrsta sprettinum. Hlíðin var líka nokkuð brött og þreytandi undir fæti, víða stórgrýtt og lausar urðir, meðan snjórinn tók ekki við. Hörður virti fyr- ir sér 'fjöllin og umhverfið; honum virt- ist það sérstaklega fagurt þennan vetr- armorgun. Hrefna rölti á eftir, þefaði og skimaði í allar áttir, hún var sjálf- sagt að brjóta heilann um, hvert för- inni væri heitið. Henni þótti þessi heim- anför Harðar fremur grunsamleg; ekki gat hann verið að fara í venjulega smalaferð, til þess var hann alltof vei búinn. Nei, það hlaut eitthvað annað að vera á seiði. En hvað um það, henni var ljúft að fylgja húsbónda sínum, nú sem fyrr. Oft höfðu þau átt skemmtilega daga í hjásetunni um sumarið, þá var oft rólegt og gott að sleikja sólskinið. Það var miklu verra að fara í göngurn- ar á haustin, þessi endalausu hlaup fram og aftur á eftir óþægum sauðum og öðrum geldkindum. Þó var næstum því verst á vorin, þegar rolluskjáturn- ar stóðu framaní. En það var áreiðan- lega ekkert af þessu, sem nú var í vændum. Nei það var áreiðanlegt. Hún var annars dálítið forvitin. Þau héldu svona á brattann bæði tvö, hvort með sínar hugsanir. Lengi var Hörður búinn að hlakka til þessarar ferðar. Loksins rann þá upp hinn langþráði dagur. Hann fór 74 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.