Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 13
snemma á fætur um morguninn, það var í honum ferðahugur. Þegar hann var búinn að taka sig til, drakk hann flóaða mjólk og borðaði brauð með smjöri og kæfu, eins og hann gat í sig látið. Hrefna fekk einnig sinn skammt vel úti látinn. Að því búnu kvaddi hann foreldra sína og systkini. Þau báðu hann að fara varlega og koma heim aft- ur á fjórða degi, ef gott veður héldist. Hörður játti því. — Og nú var hann þá lagður upp í þessa ferð. Allir ungir og duglegir drengir óska þess að vinna einhver afrek — vinna sér traust og tiltrú hinna eldri. Þessi ferð Harðar átti að verða hans fyrsta afrek, sem yrði fyllilega viðurkennt og þess virði, að í minni yrði geymt. Nú var því um að gera að duga, halda gefna áætlun og leysa erindið vel og skilmerkilega af hendi. Hörður og Hrefna nálguðust nú há- f jallið, þau stefndu í lítið skarð,sem var hin eina færa landleið milli fjarðanna, nema þegar farið var útfyrir, sem kall- að var — með ströndinni. — Það var fögur útsýn af skarðinu. Byggðirnar beggja megin blöstu við, sólin baðaði allt í glitrandi geislum. Firðirnir voru spegilsléttir og gáralausir. Litlir fiski- bátar klufu sléttan flötinn á leið sinni á miðin. Það glampaði á borðstokk, byrðing og árablöð. Söngur ræðaranna barst sem veikir ómar að eyrum Harð- ar í vetrarkyrrðinni. Dökkir f jallatind- ar skörtuðu við heiðan himin. Langt í fjarska sást móta fyrir jökulbungum, sem voru nú eins og silfurfletir á að líta. Það var bjartur vetrar-morgunn. Andi fegurðar og karlmennsku bjó í og yfir öllu. Hörður og Hrefna tóku sér hvíld á skarðinu, þau nutu þess að hafa nú sigrast á fyrsta áfanganum. Herði UNGA ÍSLAND duttu í hug tvær ljóðlínur úr fallegu kvæði eftir Þorstein Erlingsson. Því sá sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu: hvað hinum megin býr. Herði rann kapp í kinn. Hann vissi vel að þessi orð skáldsins voru í líking- um töluð. Fjallið var órðugleikar lífs- ins, gátan hið óþekkta og fagra, sem mannsandinn þráir. Fjallið, lífið sjálft, lausn gátunnar. sigurlaun. Hörður var hugsi um stund, hann andaði djúpt og hyesti sjónir hugans inn á lönd framtíðarinnar. Hann var gagntekinn af þeim til- finningum, sem sá einn á, sem enn er ungur og elskar lífið. í djúpri þögn og með sjálfum sér strengdi hann þess heit, að snúa aldrei aftur í baráttunni fyrir því, sem hann héldi fagurt og rétt. Hann átti svo margar undursam- legar gátur, sem hann langaði að leysa. Hrefna lá fram á lappir sér við fæt- ur húsbónda síns og mændi á hann spyrjandi augum. Hörður beygði sig niður og klappaði henni á kjammann, hún sleikti hönd hans. Þau fengu sér bita af nestinu sínu, svo héldu þau niður fjallið hinum megin. Langleiðin var eftir, en þau bar fljótt yfir undan brekkunni. Hör.ður renndi sér fótskriðu í snjónum niður undir miðjar hlíðar, en þá tók við auð jörð. Kaupstaðurinn var hinum megin fjarð- arins, þau urðu því að fara innfyrir fjarðarbotninn. Áin sem rann eftir miðjum dalnum og féll í einum ósi til sjávar var ekki lóggð. Hörður fór úr sokkunum, tók Hrefnu undir aðra hönd 75

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.