Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 14
sér og óð þannig yfir. Hann vildi ekki að Hrefna bleytti sig að óþörfu í frost- inu. Hann gat farið í þurra sokka aftur, en hún ekki. Undir, kvöld, í rökkri, komu þau á áfangastað. Afi Harðar tók honum tveim hönd- um, hann klappaði honum á glóhærðan kollinn og kallaði hann duglegan dreng. Hörður skemmti sér vel þá tvo daga, sem hann dvaldi í kaupstaðnum. Nú var hinn síðari dagur að kveldi kominn. Hörður hafði lokið öllum erindum sín- um og hugðist nú að leggja snemma upp, með morgninum. Honum var létt í huga, því að afi hans, hafði gefið hon- um margar góðar gjafir. Þar á meðal nokkrar Islendingasögur, en þær kunni Hörður vel að meta, því að hann hafði lesið allar Islendingasögurnar, og sum- ar oftar en einusinni. Hann þekkti hin- ar frægu söguhetjur, hann var hrifinn af Skarphéðni, sem stökk yfir Markar- fljót — 12 álnir milli ísskara, hann dáðist að Gunnari á Hlíðarenda, sem stökk liæð sína í öllum herklæðum og ekki skemur aftur en fram og hann fann til með Gretti Ásmundssyni, ógæfumanninum sterka, sem lengst allra var útlagi í sínu eigin föðurlandi. En mest fannst honum þó til um hetj- una ungu, Illuga bróður Grettis, sem heldur vildi deyja frá æsku og vori en gefa þau loforð, sem hahn ekki treysti sér að efna, eins þótt óvinir og bróður- banar ættu í hlut. Um hann fannst honum réttmætt að segja: ,,Hann var drengur góður“. Hörður vaknaði snemma um morg- uninn og leit til veðurs. Það var norðan andvari, bjart veður og kalt. Grunsam- legir skýjaflókar'-teygðu sig upp yfir norðurfjöllin, en hann tók þá ekki al- varlegaog huggði hið bezta til heimferð- 76 arinnar. Afi hans var þó á annari skoð- un, honum þótti útlitið ljótt og vildi, að Hörður færi hvergi, en við slíkt var ekki komandi. Hörður sótti sitt mál fast og hann réði. Gamli maðurinn kvaddi hann þá og bað hann að gæta sín og snúa aftur, ef veður versnaði. Hörður vildi engu lofa, svo hann hefði ekkert að svíkja, en ságði að veðrið mundi verða gott. Hörður lagði nú af stað og kallaði á Hrefnu, en hún hafði horfið skyndilega, eftir að hún hafði fengið morgunskattinn. Eftir stutta stund kom hún hlaupandi með brodd- ana í kjaftinum. Hrefna hafði fengið náttstað í útiskúr nokkuð sunnan við húsið, broddana hafði hún leyst af stönginni og borið þá í bæli sitt, þeir voru trygging fyrir því, að hún missti ekki af húsbónda sínum. Þau hlupu nú við fót, inn með firðin- um. Hrefna hljóp á undan, þefandi úr jörðinni með skottið upp í loftið, nú vissi hún auðsjáanlegía hvert förinni var heitið. Þeim gekk ferðin greitt inn fyrir fjörðinn. Nú var áin löggð og ísinn mannheldur. Svo héldu þau út með firðinum. Beint niður af skarðinu löggðu þau á fjallveginn. Nú.var veður orðið ískyggilegt. Skýjaflókarnir, sem gnæfðu yfir norðurfjöllin um morgun- inn höfðu nú dreift sér í hópa um him- inhvolfið, þeir voru æðislegir eins og vopnaðir herflokkar, búnir til atlögu Vindhrinur geystu út fjörðinn. Frost fór og harðnandi. Herði komu nú í hug orð gamla mannsins, afa síns, að snúa aftur, ef veður versnaði. Það var úr vöndu aö ráða; hann langaði svo mikið til að koma á tilteknum tíma. Svo gat nú líka verið, að ekkert yrði úr þessu, og þá var’ slæmt að hafa snúið aftur. Hrefna var UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.