Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.05.1941, Blaðsíða 15
eitthvað óstillt; hún gelti framan í hús- bónda sinn og nuddaði sér utan í hann. Það lagðist illt í hana. Þau héldu nú áfram um stund. Þegar kom upp í miSj- ar hlíðarnar, tók snjórinn við, Hann var nú svellharður og illur yfirferðar. Hörður setti upp broddana, tvihenti broddstafinn og lagði á hjarnið. Hrefnu gekk illa að fóta sig í verstu brekkun- um. Hörður fór þá ofan í bakpoka sinn og tók uppfléttað reiptagl, batt öðrum enda þess í sauðband um tíkina en hnýtti hinum í belti sér. Svo var för- inni haldið áfram. Tíminn leið. Hörður var orðinn sveittur og þyrst- ur, vatn var hvergi áð fá, en snjó vildi hann ekki borða, því hann hafði heyrt, að. það væri hættulegt^ heitum og þreyttum vegfarendum. Hann nam stað- • -ar, settist niður á hjarnið, fékk sér bita og litaðist um. Hann átti aðeins eftir síðustu brekkuna upp á skarðið, en hún var löng og erfið. Nú var komið aftaka veður, grenjandi stormur og fannkoma. Það glórði aðeins í f jörðinn, sém nú var úfinn og ygldur á svip. Það hvein og dundi í fjöllunum, sem hurfu sjónum, þegar mestu hrinurnar gengu yfir. Nú reið á að halda rétta leið upp skarðið, en það var illmögulegt, ef ekki glórði í það annað veifið. Að koma upp á fjall- ið öðruhvoru megin, var mjög hættu- legt, því hinumegin voru stoltir hamra- veggir, hengiflug, aðeins fært fuglinum fljúgandi. Ef slíkt kæmi fyrir, væri ekki annars úrkosta en snúa aftur sömu leið og reyna að finna rétta' stefnu á skarð- ið. Það var því lífsnauðsyn að ná skarð- inu á sem stytztum tíma, því bráðum fór nótt og myrkur í hönd. Þau lögðú á síðustu brekkuna. Hr.efna fótaði sig nú betur, því nýjan snjó hafði borið í fönnina. Hún hljóp því á undan, svo langt sem bandið ieyfði. UNGA ÍSLAND Innan lítillar stundar var skarðið horfið með öllu og ómögulegt að átta sig ef-tir öðru en tilfinningunni einni, því misvindi var mikið í f jaUinu. Hrefna virtist þó örugg með stefnuna, en brátt trúði Hörður henni ekki lengur og tók ráðin af henni. Hrefna kunni því illa, streyttist við og setti upp þrjóskusvip. Hörður réði. Enn leið tíminn. Það var orðið dimmt áf nóttu og veðrið hið sama. Hörður nam staðar undir litlu klettabelti; hann var orðinn mjög þreyttur og svangur. Hann hafði ekki lengur hugmynd um, hvar hann fór, en þó vildi hann halda áfram, í veikri von um að úr rættist. En nú var Hrefna óviðráðanleg. Hún togaði í bandið af öllum mætti, ýlfraði og bar sig -illa. Hörður lét vel að henni, klappaði henni og strauk, en ekkert dugði. Hörður tók þá upp mat sinn, en nestið var nú því nær að þrotum komið. Þau snæddu þarna undir klettabeltinu í hríð og nátt- myrkri. Tvær smáar verur, hlið við hlið, svo undur máttvana gegn hrika- leik hins íslenzka vetrar. Þegar Hörður var búinn að borða, var hann svo máttlaus og móðlítiU, að hann gat sig hvergi hrært, nema með ítrustu einbeitni. Hann var heitur eftir gönguna, og nú setti að honum kulda. Honum var nú ljóst, að hann átti þess engan kost, að halda lengur áfram, en hinsvegar mundi hann frjósa í hel, ef hann héldi kyrru fyrir, svo að segja á bersvæði. Hann mundi nú, að hann hafði heyrt getið um menn, sem grófu sig í fönn, undir líkum kringumstæð-. um. Hann hleypti í sig herkju, stóð upp og leitaði að snjóskafli. Hann þreif- aði fyrir sér með stafnum. Hlémegin' við klettabeltið fann hann nógu djúpan skafl. Þau grófu sig í fönnina. Þegar þau voru búin að koma sér fyrir í snjó- 77

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.